Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 15. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Inter fær Napoli í heimsókn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
29. umferð ítalska deildartímabilsins fer fram um helgina og hefst veislan strax í kvöld þegar fallbaráttulið Empoli fær meistaradeildarbaráttulið Bologna í heimsókn.

Á morgun, laugardag, eru fjórir leikir á dagskrá þar sem nokkur fallbaráttulið mæta til leiks áður en Frosinone tekur á móti þjálfaralausum Lazio í kvöldleiknum.

Á sunnudeginum eru áhugaverðir slagir á dagskrá, þar sem Juventus tekur á móti Alberti Guðmundssyni og félögum í Genoa í hádegisleiknum áður en AC Milan heimsækir fallbaráttulið Hellas Verona.

Milan og Juve eru að berjast um annað sæti Serie A deildarinnar en eru bæði í afar góðri stöðu í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Atalanta og Fiorentina eigast svo við í Evrópuslag áður en lærisveinar Daniele De Rossi eiga heimaleik í Róm gegn fallbaráttuliði Sassuolo.

Stórleikur helgarinnar fer fram á sunnudagskvöldið, þegar topplið Inter tekur á móti ríkjandi meisturum Napoli. Inter er komið með níu fingur á titilinn og er með sextán stiga forystu á toppi deildarinnar, þegar tíu umferðir eru eftir.

Föstudagur:
19:45 Empoli - Bologna

Laugardagur:
14:00 Monza - Cagliari
14:00 Udinese - Torino
17:00 Salernitana - Lecce
19:45 Frosinone - Lazio

Sunnudagur:
11:30 Juventus - Genoa
14:00 Verona - Milan
17:00 Atalanta - Fiorentina
17:00 Roma - Sassuolo
19:45 Inter - Napoli
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 46 36 +10 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 39 66 -27 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner