Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 17. október 2016 11:15
Elvar Geir Magnússon
Það sem þú þarft að vita fyrir stórleik kvöldsins
Jurgen Klopp og Jose Mourinho.
Jurgen Klopp og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Eric Bailly og Paul Pogba.
Eric Bailly og Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir stórleik Liverpool og Manchester United í kvöld. Liðin hafa verið á ólíku skriði, Liverpool hefur unnið fjóra deildarleiki í röð en United hefur aðeins unnið einn úrvalsdeildarleik síðan í ágúst.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa á hreinu.

Hvenær er leikurinn og hvar get ég séð hann?
Leikurinn er klukkan 19:00 í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18:40.

Liðsfréttir:
Adam Lallana og Gini Wijnaldum eru á meiðslalista Liverpool og munu að öllum líkindum missa af leiknum. Nathaniel Clyne og Dejan Lovren hafa hrist af sér meiðsli og byrja líklega í kvöld.

Phil Jones er eini hjá Manchester United sem mun bókað ekki vera með vegna meiðsla. Henrikh Mkhitaryan og Luke Shaw hafa báði verið tæpir fyrir leikinn.

Ástæður fyrir bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool:
- Liverpool hefur unnið fimm leiki í röð og er ósigrað í síðustu sjö leikjum.
- Jurgen Klopp hefur unnið með hópinn í eitt ár og handbragð hans farið að sjást mjög vel á liðinu.
- Kvöldleikur á Anfield. Erfitt verkefni fyrir öll lið að heimsækja Liverpool.

Ástæður fyrir bjartsýni hjá stuðningsmönnum Man Utd:
- United hefur unnið tvo síðustu deildarleiki á Anfield.
- Jose Mourinho tapaði aðeins einu sinni í sjö leikjum á Anfield sem stjóri Chelsea.
- Liðið hefur leikið vel í síðustu tveimur deildarleikjum. Flottur sigur gegn Leicester og markvörður Stoke kom í veg fyrir að liðið næði öllum stigunum í þeim leik.

Síðustu fimm viðureignir:
Manchester United 1-1 Liverpool (Evrópudeildin 2016)
Liverpool 2-0 Manchester United (Evrópudeildin 2016)
Liverpool 0-1 Manchester United (Úrvalsdeildin 2016)
Manchester United 3-1 Liverpool (Úrvalsdeildin 2016)
Liverpool 1-2 Manchester United (Úrvalsdeildin 2015)

Síðustu fimm leikir Liverpool:
Swansea 1-2 Liverpool (Úrvalsdeildin)
Liverpool 5-1 Hull (Úrvalsdeildin)
Derby 0-3 Liverpool (Deildabikarinn)
Chelsea 1-2 Liverpool (Úrvalsdeildin)
Liverpool 4-1 Leicester (Úrvalsdeildin)

Síðustu fimm leikir Man Utd:
Manchester United 1-1 Stoke (Úrvalsdeildin)
Manchester United 1-0 Zorya (Evrópudeildin)
Manchester United 4-1 Leicester (Úrvalsdeildin)
Northampton 1-3 Manchester United (Deildabikarinn)
Watford 3-1 Manchester United (Úrvalsdeildin)

Lykilmaður Liverpool: Sadio Mane
Philippe Coutinho væri augljósa valið en Sadio Mane hefur gert frábæra hluti fyrir Liverpool á þessu tímabili. Senegalski sóknarleikmaðurinn hefur komið með hraða í fremstu víglínu hjá Liverpool og fjarvera hans í tapleiknum gegn Burnley hafði mikil áhrif.

Lykilmaður Man Utd: Paul Pogba
Hefur sýnt það af og til hvaða gæði búa í honum en stuðningsmenn Manchester United hefðu réttilega viljað sjá enn betri frammistöður hjá miðjumanninum rándýra. Svið kvöldsins er tilvalið fyrir Pogba til að sýna hvað hann getur.

Veðmálafenið
Lengjan gefur stuðulinn 1,83 á sigur Liverpool en 2,98 á Manchester United.

Ummælahornið:

Jurgen Klopp: „Burtséð frá stöðunni í deildinni er þetta mjög mikilvægur leikur. Ég þekki söguna og ég hef gaman að henni, hún er sérstök. Allur heimurinn mun horfa á þennan leik. Það er mikill heiður að taka þátt í honum. Þegar upp er staðið er það í okkar höndum að sýna okkar bestu frammistöðu."

Jose Mourinho: „Ég hef alltaf haft gaman að því að spila á Anfield, ég hef bæði unnið og tapað stórum leikjum á þessum velli. Mér finnst gaman að taka þátt í leikjum þarna, ég er hrifinn af andrúmsloftinu og einkennum svona stórra leikja. Það má líkja leikjum Liverpool og Manchester United við viðureignir Inter og Milan, Real og Barcelona, jafnvel Porto og Benfica. Það líkar mér."

Líkleg byrjunarlið:
Athugasemdir
banner