Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   þri 19. júní 2018 22:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Ray Anthony: Hefðum getað skorað fleiri mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur var svekktur með að ná ekki í þrjú stig í kvöld.

Við fengum nóg af færum. Sérstaklega í seinni hálfleik, síðustu 15-20 mínúturnar og hefðum hæglega getað skorað alveg 2-3 mörk þarna en stundum er þetta bara svona. Þær voru frekar agressívar í varnarleik sínum, það var svolítið erfitt að brjóta á bak vörnina þegar við komum þarna upp, við fengum færi til þess en það kemur bara næst,” sagði Ray Anthony.

Ray Anthony taldi þá úrslitin nokkuð sanngörn í heild sinni en um kaflaskiptan leik var að ræða.

Miðað við hvernig við mættum í fyrri hálfleikinn, það er rétt. Það var allt annað lið sem mætti í seinni hálfleikinn og við verðum bara að gera meira af þessu.”

Grindavík er nýkomið úr æfingaferð frá Spáni sem heppnaðist vel. Ray hefði þó viljað sjá meira frá leikmönnum sínum í dag.

Fyrri hálfleikurinn var bara alls ekki nógu góður, þetta var eins og fyrsti leikur sumarsins. Þetta 17 daga frí gerir það að verkum að við missum smá stemningu yfir leik okkar sem var komið fyrir en jújú, við æfðum við bestu aðstæður úti og gátum alveg skorað miklu miklu fleiri mörk en þetta. Jafntefli miðað við fyrri hálfeikinn, jújú sanngjörn úrslit.”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner