Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 19. ágúst 2014 11:20
Magnús Már Einarsson
Barcelona segir Suarez hafa kostað 65 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Luis Suarez var í dag kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður Barcelona.

Barcelona segir að kaupverðið hljóði upp á 81 milljón evra eða 65 milljónir punda en ekki 75 milljónir punda eins og talið var.

,,Luis Suarez var með lausnarákvæði hjá Liverpool upp á 75 milljónir punda. Eftir samningaviðræður borguðum við á endanum 65 milljónir punda," sagði Jordi Meste varaforseti Barcelona.

Aðspurður af hverju verðið hafi ekki verið hærra sagði Meste: ,,Það voru tvær ástæður. Okkar menn náðu að semja vel og Luis vildi koma til okkar."

Meste greindi einnig frá því að lausnarákvæði í samningi Suarez hjá Barcelona hljóði upp á 200 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner