Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 19. október 2016 21:05
Elvar Geir Magnússon
Kolo Toure niðurbrotinn: Tapið mér að kenna
Toure átti martraðarleik.
Toure átti martraðarleik.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Kolo Toure mætti niðurbrotinn í viðtal eftir 0-2 tap Celtic fyrir Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í kvöld. Toure átti sökina á báðum mörkum leiksins sem þeir Lars Stindl og Andre Hahn skoruðu.

„Ég verð að taka á mig sökina á þessu tapi. Það var einföld aðgerð að setja boltann úr leik (í fyrra markinu) en ég vil halda boltanum í leik. Svipað var uppi á teningnum í seinna markinu," sagði Toure.

„Mér er illa við að gera mistök en þetta kemur fyrir. Ég er 35 ára og geri mistök eins og ég sé að hefja ferilinn."

Stuðningsmenn Celtic hafa tekið upp hanskann fyrir Toure á Twitter og senda leikmanninum stuðningsyfirlýsingar á færibandi. Brendan Rodgers, stjóri Celtic, hafði þetta að segja eftir leikinn:

„Kolo Toure hefur verið stórgóður síðan hann kom til okkar og enginn er að gera hann að einhverjum sökudólgi," sagði Rodgers.

Celtic er á botni C-riðils með aðeins eitt stig að loknum þremur umferðum og þarf á kraftaverki að halda til að komast upp úr riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner