Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
   sun 21. september 2014 18:14
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson: Fullmikið af því góða
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fullmikið af því góða," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 4-2 sigur á Fram í dag en Framarar minnkuðu muninn tvívegis í dag, fyrst í 2-1 og svo í 3-2.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Fram

,,Við byrjuðum þennan leik mjög vel og komumst sanngjarnt yfir. við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega en svo slökknaði aðeins á okkur. Þeir breyttu í 4-4-2 og ég var of lengi að bregðast við því og við hleyptum þeim inn í leikinn. En Atli Viðar kláraði þetta fyrir okkur," sagði Heimir en varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði fjórða mark FH.

,,Þetta var erfiður leikur. Framrarnir héldu áfram allan tímann og breyttu eins og ég sagði áðan í 4-4-2 og við réðum ekki vel við það. Þeir fá kredit að hætta aldrei."

,,Þetta er þriðji leikurinn á átta dögum hjá okkur en í seinni hálfleik hefði mátt halda skipulaginu aðeins betur."


Leikur Stjörnunnar og Fjölnis var frestaður vegna veðurs en mikil rigning og 15 metrar á sekúndu er á höfuðborgarsvæðinu. Fannst Heimi veðrið hafa áhrif á leikinn í Kaplakrika?

,,Nei það er oft þannig í Kaplakrika að þó það sé slæmt veður fyrir ofan okkur þá er fínt veður á vellinum. Það var vel hægt að spila góðan fótbolta."

FH er komið með 3 stiga forskot á Stjörnuna sem á leikinn við Fjölni inni á þriðjudaginn.

,,Við þurfum að fókusera á það sem við erum að gera og það er alveg nóg fyrir okkur. Við eigum eftir tvo erfiða leiki næstu helgi við Val og það er fjórða skrefið af þessum fimm. Við þurfum að æfa vel í vikunni og byrja að fókusear á þann leik í vikunni."
Athugasemdir
banner
banner