Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 23. júlí 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Zlatan til Man Utd?
Powerade
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
De Bruyne gæti komið aftur í enska boltann.
De Bruyne gæti komið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin hætta ekkert að slúðra. 16 dagar í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik!



Manchester City er tilbúið að borga enskt metfé upp á 60 milljónir punda til að fá Kevin de Bruyne frá Wolfsburg. (Daily Mirror)

Zlatan Ibrahimovic, framherji PSS, segir að framtíð sín sé í höndum umboðsmanns síns. Zlatan hefur verið orðaður við Manchester United. (Sky Sports)

PSG hefur lagt fram 45 milljóna punda tilboð í Angel Di Maria leikmann Manchester United. (RMC)

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur samþykkt að fara til Roma á láni. (Daily Mail)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sakað Manchester United um að kaupa árangur og hugsa ekki nægilega vel um unglingastarfið. (Times)

Pedro hefur áhuga á að fara til Manchester United en hann má yfirgefa Barcelona fyrir 22 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Real Madrid ætlar að reyna að sannfæra Sergio Ramos um að fara ekki til Manchester United en hann er á leið á fund með Florentino Perez forseta Real. (Manchester Evening News)

Fabio Borini, framherji Liverpool, er í viðræðum við Fiorentina. (Daily Star)

Manchester City gæti boðið í Sergio Ramos og Nicolas Otamendi varnarmann Valencia en þeir hafa báðir verið á óskalista Manchester United. (Daily Mirror)

FC Bayern ætlar ekki að selja Thomas Muller til Manchester United. (Talksport)

Middlesbrough er að undirbúa 14 milljóna punda tilboð í Jordan Rhodes framherja Blackburn en hann yrði um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu Championship deildarinnar. (Sun)

Newcastle er að kaupa varnarmanninn Chancel Mbema frá Anderlecht. (Times)

Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, hefur sagt John Stones að koma til félagsins frá Everton. (Guardian)

Ray Vallecano vill fá Michu frá Swansea. (Wales Online)

Liverpool er að íhuga tilboð í Lucas Digne, vinstri bakvörð PSG. (Daily Mail)

Ashley Young segir framtíð sína hjá United vera í óvissu en hann á innan við ár eftir af samningi sínum. (Daily Star)

Aaron Lennon vill fara frá Tottenham en hann hefur mátt sætta sig við að æfa með unglingaliði félagsins að undanförnu. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner