Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   sun 23. júlí 2017 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Páll: Við jörðuðum Grindavík
Rúnar Páll var í skýjunum með sína menn í kvöld
Rúnar Páll var í skýjunum með sína menn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var auðvitað gríðarlega sáttur með 5-0 sigur sinna manna á Grindavík í toppslag Pepsi-deildarinnar í kvöld. Guðjón Baldvinsson gerði þrennu fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Grindavík

Sigur Stjörnunnar í kvöld var aldrei í hættu. Baldur Sigurðsson skoraði strax á 47 sekúndu og Guðjón Baldvinsson bætti svo við þremur mörkum á tólf mínútna kafla í síðari hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson gulltryggði svo sigurinn og Stjörnumenn því komnir með 21 stig eftir tólf umferðir.

„Ég er gríðarlega ánægður með þennan leik. Þetta var góður leikur í alla staði, spiluðum varnarleikinn vel og vorum aggresívir. Þeir lágu aftarlega og biðu eftir að beita skyndisóknum. Fengu tvö ágætis upphlaup en engin fær svosem," sagði Rúnar Páll.

„Við náðum að stjórna leiknum betur í seinni hálfleik og settum bara frábær mörk."

„Ég var ekkert að pæla í því hvernig þeir myndu koma í þennan leik, við erum bara að pæla í okkur sjálfum."
sagði hann ennfremur.

Stjörnumenn voru hættulegir í föstu leikatriðunum en Grindvíkingar hafa varist afar vel til þessa í þeim atriðum.

„Við erum líka sterkir í þeim og það sýndi sig í kvöld. Ég var bara hrikalega ánægður og við spiluðum feykivel og jörðuðum Grindavík, það er bara þannig."

Baldur Sigurðsson skoraði umdeild mark í byrjun leiks en hann virtist brjóta á markverði Grindavíkur áður en hann potaði boltanum í netið. Rúnar segist ekki hafa séð brotið.

„Ég hef ekkert mat á þessu og sá ekkert hvað gerðist. Ertu ekki að tala um fyrsta markið? Já, nei ég sá ekki hvað gerðist. Við skoruðum alla vega snemma leiks," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner