Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   mið 25. febrúar 2015 15:03
Magnús Már Einarsson
Heimild: Viðskiptablaðið 
Gylfi ætlar að enda ferilinn með FH
Svona myndi Gylfi vera í FH treyju.
Svona myndi Gylfi vera í FH treyju.
Mynd: Samsett - NordicPhotos / Óskar Róbertsson
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, stefnir á að ljúka ferli sínum með FH en þetta kemur fram í viðtali við hann í Viðskiptablaðinu.

Gylfi, sem er 25 ára gamall, stefnir á að ná tveimur árum með FH áður en fótboltaskórnir fara á hilluna frægu.

Gylfi hóf að æfa með FH þegar hann var þriggja ára en hann lék um tíma með Breiðabliki í yngri flokkunum áður en hann fór til Reading í Englandi árið 2005.

Gylfi segist bíða spenntur eftir að flytja heim eftir að atvinnumannaferlinum erlendis lýkur.

„Fyrsta daginn eftir síðasta leikinn þá flyt ég strax til Íslands. Ég verð þá vonandi hálft ár á Íslandi og hálft ár erlendis,“ segir Gylfi í viðtalinu en hann segist sakna Íslands.

„Já rosalega mikið. Þegar maður bjó á Íslandi gat maður ekki beðið eftir að flytja í burtu en þegar maður er búinn að vera úti í nokkur á þá langar manni að vera heima með fjölskyldunni."

„Maður þekkir allt og er núorðið smá túristi þegar maður kemur heim og fer upp á jökul og gerir svona hitt og þetta.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner