Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 26. febrúar 2017 17:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stjóri Kolbeins ætlar ekki að taka við Leicester
Sergio Conceicao neitaði Leicester
Sergio Conceicao neitaði Leicester
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Sergio Conceicao, þjálfari Nantes hefur neitað að taka við Leicester þar sem hann vill vera áfram hjá Nantes þar sem honum finnst hann vera nýtekinn við félaginu.

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson leikur með Nantes.

Conceicao tók við Nantes í desember og telur það of snemmt að yfirgefa félagið.

Portúgalinn hefur stýrt Nantes í 14 leikjum og sigrað 8 þeirra.

Líklegt er að Craig Shakespear, bráðabrigðastjóri Leicester stýri liðinu í 2-3 leikjum en talið er að Guus Hiddink sé næsti maður sem Leicester mun leita til.
Athugasemdir
banner
banner
banner