Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 28. febrúar 2018 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Algarve: Ísland náði jafntefli við silfurliðið frá EM
Ísland náði í góð úrslit.
Ísland náði í góð úrslit.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Danmörk 0 - 0 Ísland

Ísland náði í gott stig í sínum fyrsta leik á Algarve-mótinu í Portúgal í kvöld, en andstæðingur Íslands í dag var silfurliðið var Evrópumótinu síðasta sumar, Danmörk.

Íslenska liðið spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora en allt kom fyrir ekki og staðan var markalaus í hálfleik. Ísland var að pressa vel og var fyrri hálfleikurinn virkilega góður hjá okkar stelpum.

Danir byrjuðu seinni hálfleikinn að krafti og áttu m.a. skot/fyrirgjöf sem Sandra Sigurðardóttir blakaði í slána og yfir.

Danir reyndu hvað þeir gátu að komast yfir og stela sigrinum en það tókst þeim ekki. Lokatölur 0-0 en það eru frábær úrslit fyrir eins sterku liði og Danmörk er.

Í riðli okkar Íslendinga vann Holland, sigurliðið frá EM síðasta sumar, 6-2 sigur á Japan fyrr í dag.

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir
Sif Atladóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir

Svava Rós Guðmundsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 61')
Rakel Hönnudóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir 75')
Sara Björk Gunnarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir 88')
Hallbera Gísladóttir (Anna Rakel Pétursdóttir 88')

Sandra María Jessen (Hlín Eiríksdóttir 61')
Agla María Albertsdóttir (Katrín Ásbjörnsdóttir 75')



Athugasemdir
banner
banner
banner