Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 29. október 2014 19:00
Daníel Freyr Jónsson
Ítalía: Hörður Björgvin byrjar gegn Roma
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliði Cesena sem leikur í kvöld útileik gegn stórliði Roma í ítölsku deildinni.

Hörður leikur sem djúpur miðjumaður í kvöld en hann hefur staðið sig vel með Cesena síðan hann gekk í raðir liðsins sem lánsmaður í sumar.

Englendingurinn Ashley Cole er í vörn Roma á meðan Daniele De Rossi og Miralem Pjanic eru á miðjunni. Juan Iturbe, Mattia Destro og Gervinho leiða framlínuna.

Roma er í 2. sæti fyrir leikinn á meðan Cesena er í 17. sæti með 6 stig. Bæði lið hafa spilað átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner