Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 30. mars 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea stal táningi undan nefinu á Bodö/Glimt
Mynd: EPA
Nígeríski táningurinn Ibrahim Hafiz Umar er genginn til liðs við Chelsea þar sem hann æfir með aðalliðinu og varaliðinu á nokkurra vikna reynslusamningi.

Umar er 18 ára gamall og tókst Chelsea að stela honum undan nefinu á norska félaginu Bodö/Glimt, sem ætlaði að kaupa táninginn fyrir hálfa milljón evra, eða rúmlega 75 milljónir íslenskra króna.

Bodö/Glimt var búið að ná samkomulagi við Ojodu City Academy um kaupverð þegar Chelsea setti sig í samband við leikmanninn.

Umar vildi hiklaust fara til Chelsea á reynslu frekar en að skrifa undir samning við Bodö/Glimt, en Raheem Sterling hjálpaði Umar við ferlið.

Chelsea mun taka ákvörðun um framtíð táningsins í apríl. Ef hann er nægilega góður þá fær hann samning hjá félaginu, annars verður hann sendur aftur til Nígeríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner