Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
banner
   þri 26. mars 2024 23:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Icelandair
Daníel Leó Grétarsson í leiknum í kvöld.
Daníel Leó Grétarsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
„Menn eru ennþá í áfalli. Við ætluðum okkur á EM. Við tökum fund seinna þegar menn eru búnir að ná orðum aftur," sagði miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson eftir 2-1 tap gegn Úkraínu í umspili um sæti á EM 2024 í kvöld.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur. Við ætluðum okkur alltaf á EM og það hafðist ekki í dag. Það er erfitt að koma orðum á hlutina."

„Mér fannst við berjast allan tímann og vera með þá ágætlega. Þeir sköpuðu ekki mörg færi á okkur en svo duttu þeirra færi. Við fengum okkar færi."

Þeir lágu á ykkur á köflum?

„Jájá, en mér fannst það alveg vera í lagi. Við hefðum mátt halda aðeins betur í boltann þegar við fengum hann en þeir voru ekki að skapa mikið þegar þeir voru með boltann. Okkur leið ágætlega neðarlega í vörninni og mér fannst við vinna varnarvinnuna ágætlega saman."

„Kannski föllum við of mikið aftarlega og urðum passívir en við vorum allir á sömu blaðsíðu í dag. Þetta er einhver stærsti leikur sem ég hef spilað á ferlinum og það er erfitt að taka þessu."


Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner