fim 31.des 2020 08:15
KSÍ

Pistill Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, fenginn af ksi.is:
Nú er þessu ótrúlega ári 2020 að ljúka. Þetta hefur svo sannarlega reynt á okkur öll. Við þurftum að takast á við verulegar áskoranir í fótboltanum eins og í samfélaginu öllu.
Hvernig horfum við nú til baka til ársins? Ég vil horfa til þess að okkur tókst í sameiningu að halda starfinu uppi að langmestu leyti þrátt fyrir ýmsar hindranir og takmarkanir. Samskiptin við heilbrigðisyfirvöld voru bæði flókin og umfangsmikil svo ekki sé talað um að skipuleggja heilt mót upp á nýtt.
Meira »
lau 19.des 2020 08:00
KDA

Árið 1970 stofnuðu þeir Guðjón Finnbogason og Friðjón Edvardsson ásamt fleiri Skagamönnum knattspyrnudómarafélag sem fékk heitið Knattspyrnudómarafélag Akraness eða KDA eins og það þekkist í dag.
Meira »
mán 14.des 2020 14:00
Aðsendir pistlar

Ekki þarf að eyða mörgum orðum á covid-árið og áhrif veirunnar á íþróttalífið. Það ár fer í sögubækur sem „annus horribilis“ íþróttanna og þar með talið knattspyrnunnar – með undantekningum þó sem vert er að hafa í huga. Ekki er gott að segja hvort covid-þreyta sé að leiða okkur á brautir bölmóðs, en óneitanlega hefur umfjöllun um fótboltann síðustu daga ekki beinlínis verið á nótum bjartsýni og ánægju. Undantekningin er augljóslega frábær árangur kvennalandsliðsins og landsliðs U21 sem leika bæði til úrslita á Evrópumótum sem því miður hefur orðið af verðskuldaðri athygli.
Meira »
lau 12.des 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð

Landslið Íslands tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins fjórða mótið í röð í byrjun mánaðarins en því miður hefur árangurinn fallið í skuggann af framkomu þjálfara liðsins og niðurrifi ákveðinna fjölmiðlamanna og annarra á liðinu.
Meira »
fim 26.nóv 2020 12:30
Siggi Ágústsson

Spartak leikvangurinn i Moskvu. Landsleikur Argentínu og Íslands. Hér myndi það gerast. Hér myndi ég vera á sama velli og Maradona. „Hitta“ hann. Hvorugur að spila reyndar. Ég hlakkaði mjög mikið til, en gat ekki verið viss um að hann væri jafnspenntur yfir þessu.
Meira »
mán 23.nóv 2020 11:30
Aðsendir pistlar

Nú þegar atlagan við faraldur kórónuveirunnar hér á landi hefur staðið yfir í 9 mánuði og þriðja bylgjan er á niðurleið er vert að staldra við og skoða hvernig til hefur tekist með viðbragðsaðgerðir. Óhætt er að segja að aðgerðir stjórnvalda til að kveða niður faraldurinn hafi reynst árangursríkar en strangar takmarkanir á eðlilegri virkni samfélagsins langtímum saman hafa að sama skapi haft alvarlegar afleiðingar, m.a. fyrir ferðaþjónustu, skóla og íþróttastarf. Knattspyrnan hefur ekki farið varhluta af því þar sem ekki reyndist unnt að ljúka Íslandsmótinu í ár þrátt fyrir mikla vinnu KSÍ við að útfæra sóttvarnaráðstafanir í tengslum við æfingar og kappleiki. Athygli hefur vakið að í flestum öðrum löndum hefur keppni í knattspyrnu verið fram haldið eftir tímabundna stöðvun síðastliðið vor þó að kórónuveirufaraldurinn hafi verið á miklu flugi. Stafar það af undanþágu sem þessar þjóðir hafa veitt frá almennum sóttvarnareglum og samfélagstakmörkunum. Fyrir þessu eru ástæður sem vert er að skoða nánar.
Meira »
þri 17.nóv 2020 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Svíinn Erik Hamren mun á morgun stýra íslenska landsliðinu í síðasta sinn. Hann mun hætta eftir leik Íslands gegn Englandi á Wembley. Leikurinn verður síðasti leikur Íslands í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Við höfum ekki enn fengið stig í Þjóðadeildinni frá stofnun hennar og spurning hvort það breytist á morgun.
Meira »
mið 11.nóv 2020 11:15
Þórir Hákonarson

Góður félagi íslenskrar knattspyrnu, þýski íþróttablaðamaðurinn Dirk Harten, er fallinn frá eftir baráttu við krabbamein en hann lést s.l. mánudag aðeins 58 ára gamall.
Meira »
fös 09.okt 2020 17:14
Aðsendir pistlar

Kæra íslenska fótboltasamfélag,
Ég vil byrja á því að útskýra að ég skrifa þetta bréf með stuðningi hluta leikmannahóps míns og einnig með stuðning margra sem hafa haft samband við mig persónulega til að segja mér frá sinni hlið á þessu Covid-vandamáli. Íslenskir leikmenn, erlendir leikmenn og þjálfarar hafa rætt við mig undanfarna daga vegna hugleiðinga sem ég hef verið með á Twitter.
@JamieMcDcoach á Twitter Þeir hafa rætt við mig um fréttirnar af frestun Íslandsmótsins og biðin eftir því að fá upplýsingar er að skapa stór vandamál. Margir þeirra hafa einnig talað við mig um áhyggjur af því að halda mótinu áfram.
Meira »
þri 01.sep 2020 12:01
Hafliði Breiðfjörð

Í dag mun íslenska ríkið greiða út 400 milljónir til samkeppnismiðla Fótbolta.net til að styrkja rekstur miðlanna. Fótbolti.net fær ekki krónu.
Meira »
mið 08.júl 2020 09:11
Aðsendir pistlar

Mikil athygli hefur verið á dómgæslu í íslenskum fótbolta undanfarið, að margra mati það mikil að athyglin er að fara frá leiknum sjálfum, sem ætti auðvitað að vera aðalatriðið. Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast.
Meira »
þri 16.jún 2020 12:15
Hafliði Breiðfjörð

Íslenski fótboltinn er byrjaður að nýju eftir langa seinkun vegna heimsfaraldursins og áhuginn er gríðarlegur á öllum deildum og keppnum.
Meira »
sun 07.jún 2020 12:00
Hafliði Breiðfjörð

Ég held að allir geti verið sammála því að ein af helstu ástæðum þess að Ísland komst hratt út úr baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sé samstaða þjóðarinnar. Íslenska þjóðin er mögnuð og þegar taka þurfti höndum saman í baráttu við veiruna stóðu allir saman og fylgdu fyrirmælum yfirvalda. Niðurstaðan var sú að engin smit eru lengur í samfélaginu.
Meira »
mið 13.maí 2020 16:30
Aðsendir pistlar

<a href="https://fotbolti.net/news/12-05-2020/newcastle-united-1995-96-lidid-sem-naestum-thvi-vann" target="_blank">Smelltu hér til að lesa fyrri hlutann</a>
Meira »
þri 12.maí 2020 11:30
Aðsendir pistlar

Þeir sem eru af minni kynslóð (fæddir c.a 1980-1990) muna eflaust vel eftir Newcastle United liðinu, sem næstum því vann deildina, liðinu sem allir elskuðu, liðið sem spilaði skemmtilegasta fótboltann, liðið sem hefði sennilega átt að vinna deildina, liðið sem missti niður 12 stiga forystu. Nú ætla ég að kafa dýpra í þetta ár og rifja upp þetta magnaða tímabil 1995/96.
Meira »
mið 06.maí 2020 18:44
Elvar Geir Magnússon

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og verðandi Fálkaorðuhafi sagði á fréttamannafundi í dag að næsta skref í afléttun yrði 25. maí. Frá og með þeim degi gefa stjórnvöld grænt ljós á að kappleikir í meistaraflokki fari fram.
Stefnt hefur verið á að Pepsi Max-deild karla hefjist 13. júní, sem er þá tæpum þremur vikum eftir að deildin gæti í raun og veru hafist.
Til hvers að eyða bestu vikum sumarsins í að bíða eftir því að mótið hefjist þegar leyfilegt er að hefja leik og þríeykið telur það öruggt?
Meira »
mán 04.maí 2020 09:15
Þórir Hákonarson

Nú liggur fyrir að ætlunin er að hefja Íslandsmótið í knattspyrnu um miðjan júní og bikarkeppnina eitthvað fyrr og þá vakna spurningar um hvort við erum tilbúin til þess að hefja þessi mót undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja. Mótin verða þétt leikin og algerlega ljóst að ekkert má útaf bregða í vörnum okkar allra gegn útbreiðslu veirunnar svo ekki fari illa varðandi mótahaldið.
Meira »
lau 25.apr 2020 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Enn er fátt um íþróttadagskrá vegna kórónuveirunnar. Það mun vonandi breytast fljótlega, en auðvitað er það heilsa fólk sem á að vera í fyrirrúmi akkúrat núna.
Til þess að stytta stundir á þessum óvissutímum er fátt skemmtilegra en að horfa á góða bíómynd, sjónvarpsþætti eða jú, heimildarefni. Það er ekkert leiðinlegra ef það efni tengist fótbolta á einhvern hátt.
Hér kemur listi yfir sjónvarpsefni sem tengist fótbolta sem undirritaður mælir hiklaust með.
Meira »
fös 24.apr 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Það er svo gott sem enginn fótbolti spilaður um þessar mundir og er því tilvalið að rifja upp gamla og eftirminnilega fótboltaleiki. Hér eru teknir saman tíu fótboltaleikir sem vert er að líta til baka og skoða aftur.
Þetta er ekki topp tíu listi, um tímaröð er að ræða.
Meira »
mið 22.apr 2020 16:15
Björn Már Ólafsson
Pistillinn birtist fyrst á romur.is Sumarið 2019 ferðaðist ég með kærustunni minni um Sikiley. Ítölsku eyjuna sem líkist helst sprunginni tuðru sem stígvélalaga landið hefur sparkað út á Miðjarðarhaf. Hringferðin hófst og endaði í Palermo – borginni sem í yfir 100 ár hefur hýst lang besta knattspyrnufélag eyjunnar.
En þegar hringferðinni okkar lauk þurfti bæta nýjum kafla við sögubókina um sikileyska knattspyrnu. Því eftir einn hörku knattspyrnuleik í 100 km fjarlægð frá Palermo annars vegar og harða rimmu fyrir dómstólum eyjunnar hins vegar, varð niðurstaðan sú að Palermo var fært niður á botn ítalska deildarkerfisins líkt og hinir knattspyrnurisar eyjunnar, Messina og Catania, á meðan ólíkindafélagið Trapani á tveimur viðburðaríkum vikum varð óvænt fánaberi rauðgula Sikileyjarfánans í ítalska toppfótboltanum.
Meira »