Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 05. ágúst 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Móðir Jorginho grét í verslun Chelsea
Móðir Jorginho er stolt af honum.
Móðir Jorginho er stolt af honum.
Mynd: Getty Images
Það er ekki auðvelt að ná árangri, þú þarft að vinna fyrir því, hvort sem það er fótbolti eða bara lífið sjálft.

Fyrir 11 árum síðan, þá 15 ára gamall, yfirgaf Jorginho heimili sitt í Brasilíu og fór til Ítalíu til að reyna að uppfylla draum sinn, að gerast atvinnumaður í fótbolta. Móðir hans, sem kynnti hann fyrir leiknum, var eftir í Brasilíu og studdi hann úr fjarlægð.

Jorginho sýndi fljótt að hann var hæfileikaríkur í fótbolta og lék hann með Hellas Verona áður en Napoli ákvað að fjárfesta í honum. Hjá Napoli sýndi hann það að hann væri einn besti miðjumaður ítalska fótboltans.

Í sumar börðust Manchester City og Chelsea um hann, en Napoli ákvað selja hann til Chelsea.

Jorginho er kominn í enska boltann og móðir hans, sem var einu sinni öflug fótboltakona, er gríðarlega stolt af syni sínum.

Það sést vel í myndbandi sem Jorginho deilir á Instagram.

Þar fer hann með móður sína í verslun Chelsea við Stamford Bridge og sýnir henni búning með nafni sínu. Móðir hans ræður einfaldlega ekki við tilfinningar sínar þegar hún sér treyjuna.

Virkilega fallegt en myndbandið er hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner