Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 02. nóvember 2018 10:09
Magnús Már Einarsson
Hólmar frá keppni í níu til tíu mánuði
Hólmar í leiknum gegn Sviss á dögunum.
Hólmar í leiknum gegn Sviss á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson verður frá keppni í að minnsta kosti níu til tíu mánuði eftir að hafa meiðst alvarlega á hné í leik með Levski Sofia í vikunni. Morgunblaðið greinir frá.

Hólmar sleit krossband og reif liðþófa í bikarleik gegn Cherno More í fyrradag.

„Kross­bandið er farið og liðþófinn líka, þannig að næsta í stöðunni er að finna út úr því hvar ég verði skor­inn upp og koma því í ferli. Þetta eru fyrstu hné­meiðsli sem ég lendi í á ferl­in­um," sagði Hólm­ar við mbl.is.

Hólmar hefur spilað í hægri bakverði fyrir íslenska landsliðið í síðustu leikjum en nú er ljóst að hann verður lengi frá.

Hólmar er 28 ára gamall en hann kom til Levski Sofia í fyrra eftir stutta dvöl hjá Maccabi Haifa í Ísrael. Þar áður lék hann með Rosenborg í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner