Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 05. maí 2006 08:00
Magnús Már Einarsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2.deild karla: 10. sæti
Mynd: Merki
Fótbolti.net ætlar að fjalla vel um aðra deildina í sumar eins og undanfarin ár og við ætlum að hita vel upp með því að birta spá fyrirliða og þjálfara í deildinni fram að móti.

Við fengum alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-9 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í tíunda sætinu í þessari spá voru Huginn sem fengu 24 stig af 162 mögulegum. Kíkjum á umfjöllun okkar um Huginn.


Huginn
Þjálfari: Brynjar Skúlason
Búningar: Gul treyja, svartar buxur, gulir sokkar.
Heimasíða: http://www.huginn.org

Það skal engan undra að Huginn skuli vera spáð falli þetta árið. Liðið hafnaði í 8.sæti 2.deildar á síðustu leiktíð og þóttu oft leika lipra knattspyrnu. En fyrir þetta tímabil hefur liðið misst gífurlegan fjölda af sterkum leikmönnum. Þjálfari liðsins, Brynjar Gestsson, hætti þjálfun liðsins og ákvað að ganga aftur í raðir Hauka. Hann staldraði stutt við í Hafnarfirðinum og hóf æfingar hjá ÍBV en dvölin var skammvin og að lokum gekk hann í raðir bikarmeistara Vals. Fleiri leikmenn fylgdu í kjölfarið og yfirgáfu liðið. Andri Sveinsson gekk í raðir Gróttu, Mikael Nikulásson tók við þjálfun ÍH og Þórarinn Máni Borgþórsson ákvað að leika með bróður sínum á nýjan leik og gekk í raðir Aftureldingar.

Hins vegar er ljóst að liðið missti gífurlega mikilvægan leikmann, þegar fyrirliði liðsins, Birkir Pálsson, ákvað að söðla um og ganga í raðir Þróttar. Birkir hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin tvö ár og verður skarð hans vandfyllt. Miðað við þann fjölda leikmanna sem hefur horfið á braut, er ljóst að Huginn á ærið verkefni fyrir höndum að halda sæti sínu í deildinni. Í stað Brynjars Gestssonar réð liðið Rúnar Sigríksson og átti sú ákvörðun eftir að reynast afdrifarík. Sú ákvörðun stjórnar Hugins að ráða jafnóreyndan og óþekktan mann eins og Rúnar, gerði það að verkum að liðið fékk afar fáa leikmenn sem gátu fyllt í þau skörð sem skilin voru eftir.

Óþekktir leikmenn voru fengnir til liðsins og það verður að setja spurningamerki við gæði þessara leikmanna. Árangurinn í Deildabikarnum var slakur og virtist liðið vera í frjálsu falli. Hins vegar er árangur í Deildabikarnum engin mælikvarði á slæmt gengi í Íslandsmótinu en samt sem áður, hætti Rúnar Sigríksson störfum um miðjan apríl. Hans í stað var ráðinn einn af leikmönnum liðsins, Brynjar Skúlason. Hann þekkir vel til á Seyðisfirði og ætti ráðning hans að hjálpa liðinu mikið.

Og með nýjum þjálfara komu ferskir vindar og hefur liðið fengið liðsstyrk fyrir tímabilið sem er framundan. Sigurður Donys Sigurðsson gekk í raðir liðsins frá Keflavík en hann hefur átt við meiðsli að stríða í vetur. Félagið lét ekki staðar numið og fékk til sín tvo danska leikmenn, Jeppe og Martin, en þeir hafa leikið í Danmörku í vetur. Til að styrkja liðið ennfrekar hefur félagið fengið til sín bandarískan markvörð, Tim Smith, sem mun verja mark liðsins í sumar. Einnig er von á serbneskum leikmanni áður en mótið hefst þann 14.maí þannig að liðið ætlar sér að bíta frá sér og afsanna þessa spá.

Lykilmenn: Brynjar Skúlason, Friðjón Gunnlaugsson og Ljubisa Radovanovic


Komnir: Baldur Smári Elfarsson frá Neisti D, Daníel Pálmason frá GG, Elmar Bragi Einarsson frá Hetti, Friðrik Veigar Guðjónsson frá ÍA, Guðmundur Páll Hreiðarsson frá ÍA, Guðmundur Heiðdal Karlsson frá Hetti, Ragnar Mar Konráðsson frá ÍR, Valgeir Sigurðsson frá Skallagrími og Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson frá FH.

Farnir:
Þórarinn Máni Borgþórsson í Aftureldingu, Mikael Nikulásson í ÍH, Kristján Guðberg Sveinsson í ÍH, Andri Sveinsson í Gróttu, Andri Bergmann Þórhallsson í Fjarðabyggð, Birkir Pálsson í Þrótt, Brynjar Þór Gestsson í Val, Guðmundur Magnússon til Hauka og Kjartan Þór Helgason í Selfoss


Spá fyrirliða og þjálfara:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Huginn 24 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner