fim 16. maí 2024 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Leeds skrefi nær úrvalsdeildinni

Leeds 4 - 0 Norwich (4-0 samtals)
1-0 Ilia Gruev ('7 )
2-0 Joel Piroe ('20 )
3-0 Georginio Rutter ('40 )
4-0 Crysencio Summerville ('68 )


Leeds United er komið í úrslit um sæti í úrvalsdeildinni eftir öruggan sigur á Norwich á Elland Road í kvöld. Fyrri leikur liðanna lauk með markalausu jafntefli á Carrow Road.

Liðinu tókst að leggja grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Crysencio Summerville gerði svo endanlega út um leikinn með marki í þeim síðari.

Í stöðunni 2-0 var Josh Sergent ansi óheppinn að minnka ekki muninn þegar hann komst einn í gegn en Illan Meslier gerði vel að verja frá honum.

Leeds mætir annað hvort Southampton eða West Brom í úrslitaleiknum um sæti í úrvalsdeildinni þann 26. maí en Southampton fær West Brom í heimsókn á morgun. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli.


Athugasemdir
banner