Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
   fim 16. maí 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara frábær eins og reyndar alltaf eftir sigurleiki.“
Voru fyrstu orð Haraldar Freys Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans manna á ÍA Í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Haraldur fór svo yfir sitt mat á leiknum og ástæður þess að Keflavík er komið áfram í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

„Við byrjum þennan leik ágætlega, fáum síðan gerum við mistök og fáum á okkur mark og þurfum því að sækja svolítið leikinn. Mér fannst við gera það vel og verðskulda þá stöðu að vera 2-1 yfir í hálfleik. Það var svo sætt að sjá hann setja hann í 3-1 og loka leiknum en ég var samt aldrei rólegur.“

Skagamenn misstu mann af velli á 36.mínútu leiksins í stöðunni 0-1 þegar Erik Tobias Sandberg braut á Sami Kamel innan teigs. Vítaspyrna og rautt spjald niðurstaða Péturs Guðmundssonar dómara leikisns. Atvik sem skiljanlega breytti leiknum.

„Það er oft ekkert auðvelt að vera einum fleiri. Liðið sem er færra í eflist og hleypur meira. Það var því okkar að predika í hálfleik að við þyrftum að við þyrftum að halda áfram og sækja leikinn, hlaupa ennþá meira og vera tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. “

Erik Tobias var ekki sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en Frans Elvarson fékk jafnframt að líta beint rautt spjald á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður um tíu mínútum fyrr. Um það sagði Haraldur.

„Ég sá það ekki sjálfur en Pétur sagði mér að hann hefði slegið hann fjarri boltanum og það er sennilega rétt hjá honum að gefa honum rautt spjald þar. Það skrifast bara á óklókindi hjá Frans.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars munin á frammistöðu Keflavíkur í bikar og deild meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner