Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 16. maí 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara frábær eins og reyndar alltaf eftir sigurleiki.“
Voru fyrstu orð Haraldar Freys Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans manna á ÍA Í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Haraldur fór svo yfir sitt mat á leiknum og ástæður þess að Keflavík er komið áfram í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

„Við byrjum þennan leik ágætlega, fáum síðan gerum við mistök og fáum á okkur mark og þurfum því að sækja svolítið leikinn. Mér fannst við gera það vel og verðskulda þá stöðu að vera 2-1 yfir í hálfleik. Það var svo sætt að sjá hann setja hann í 3-1 og loka leiknum en ég var samt aldrei rólegur.“

Skagamenn misstu mann af velli á 36.mínútu leiksins í stöðunni 0-1 þegar Erik Tobias Sandberg braut á Sami Kamel innan teigs. Vítaspyrna og rautt spjald niðurstaða Péturs Guðmundssonar dómara leikisns. Atvik sem skiljanlega breytti leiknum.

„Það er oft ekkert auðvelt að vera einum fleiri. Liðið sem er færra í eflist og hleypur meira. Það var því okkar að predika í hálfleik að við þyrftum að við þyrftum að halda áfram og sækja leikinn, hlaupa ennþá meira og vera tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. “

Erik Tobias var ekki sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en Frans Elvarson fékk jafnframt að líta beint rautt spjald á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður um tíu mínútum fyrr. Um það sagði Haraldur.

„Ég sá það ekki sjálfur en Pétur sagði mér að hann hefði slegið hann fjarri boltanum og það er sennilega rétt hjá honum að gefa honum rautt spjald þar. Það skrifast bara á óklókindi hjá Frans.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars munin á frammistöðu Keflavíkur í bikar og deild meðal annars.
Athugasemdir
banner