Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fim 16. maí 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara frábær eins og reyndar alltaf eftir sigurleiki.“
Voru fyrstu orð Haraldar Freys Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans manna á ÍA Í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Haraldur fór svo yfir sitt mat á leiknum og ástæður þess að Keflavík er komið áfram í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

„Við byrjum þennan leik ágætlega, fáum síðan gerum við mistök og fáum á okkur mark og þurfum því að sækja svolítið leikinn. Mér fannst við gera það vel og verðskulda þá stöðu að vera 2-1 yfir í hálfleik. Það var svo sætt að sjá hann setja hann í 3-1 og loka leiknum en ég var samt aldrei rólegur.“

Skagamenn misstu mann af velli á 36.mínútu leiksins í stöðunni 0-1 þegar Erik Tobias Sandberg braut á Sami Kamel innan teigs. Vítaspyrna og rautt spjald niðurstaða Péturs Guðmundssonar dómara leikisns. Atvik sem skiljanlega breytti leiknum.

„Það er oft ekkert auðvelt að vera einum fleiri. Liðið sem er færra í eflist og hleypur meira. Það var því okkar að predika í hálfleik að við þyrftum að við þyrftum að halda áfram og sækja leikinn, hlaupa ennþá meira og vera tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. “

Erik Tobias var ekki sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en Frans Elvarson fékk jafnframt að líta beint rautt spjald á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður um tíu mínútum fyrr. Um það sagði Haraldur.

„Ég sá það ekki sjálfur en Pétur sagði mér að hann hefði slegið hann fjarri boltanum og það er sennilega rétt hjá honum að gefa honum rautt spjald þar. Það skrifast bara á óklókindi hjá Frans.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars munin á frammistöðu Keflavíkur í bikar og deild meðal annars.
Athugasemdir
banner