Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 16. maí 2024 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hún er bara frábær eins og reyndar alltaf eftir sigurleiki.“
Voru fyrstu orð Haraldar Freys Guðmundssonar þjálfara Keflavíkur eftir 3-1 sigur hans manna á ÍA Í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Haraldur fór svo yfir sitt mat á leiknum og ástæður þess að Keflavík er komið áfram í 8 liða úrslit.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍA

„Við byrjum þennan leik ágætlega, fáum síðan gerum við mistök og fáum á okkur mark og þurfum því að sækja svolítið leikinn. Mér fannst við gera það vel og verðskulda þá stöðu að vera 2-1 yfir í hálfleik. Það var svo sætt að sjá hann setja hann í 3-1 og loka leiknum en ég var samt aldrei rólegur.“

Skagamenn misstu mann af velli á 36.mínútu leiksins í stöðunni 0-1 þegar Erik Tobias Sandberg braut á Sami Kamel innan teigs. Vítaspyrna og rautt spjald niðurstaða Péturs Guðmundssonar dómara leikisns. Atvik sem skiljanlega breytti leiknum.

„Það er oft ekkert auðvelt að vera einum fleiri. Liðið sem er færra í eflist og hleypur meira. Það var því okkar að predika í hálfleik að við þyrftum að við þyrftum að halda áfram og sækja leikinn, hlaupa ennþá meira og vera tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan. “

Erik Tobias var ekki sá eini sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en Frans Elvarson fékk jafnframt að líta beint rautt spjald á 86. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður um tíu mínútum fyrr. Um það sagði Haraldur.

„Ég sá það ekki sjálfur en Pétur sagði mér að hann hefði slegið hann fjarri boltanum og það er sennilega rétt hjá honum að gefa honum rautt spjald þar. Það skrifast bara á óklókindi hjá Frans.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars munin á frammistöðu Keflavíkur í bikar og deild meðal annars.
Athugasemdir
banner