Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 21. apríl 2009 07:32
Magnús Már Einarsson
2.deild: Hvað er að frétta úr Hveragerði?
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild

Jón Aðalsteinn Kristjánsson tók við þjálfun Hamars í vetur og hann svaraði nokkrum spurningum.

Hvernig er stemningin í Hveragerði þessa dagana? Hún er bara mjög góð, vorum að fá nýja félagsaðstöðu sem við erum að vinna í að gera klára þessa daganna, þannig að liðin og dómararnir geta komist innfyrir í hlýjuna í hálfleik, en reyndar er Hveragerði svoltið eins og Hafnarfjörður alltaf sól og blíða. Síðan var fenginn rúta á svæðið sem Eyfi formaður mfl ráðs og söngvari Feðganna og Valli formaður knattspyrnudeildarinnar munu keyra okkur á í sumar, þannig að stemmarinn er góður.

Eru miklar breytingar á liði ykkar frá því síðastliðið sumar?
Get ekki sagt það, það eina sem hefur breyst er nýr þjálfari og 17 nýjir leikmenn, annars allt óbreytt.

Má búast við að fleiri leikmenn muni bætast í leikmannahóp ykkar fyrir sumarið? Ég er orðin nokkuð sáttur við hópinn eins og hann er núna, ennnnn við munum kannski bæta við 1-2 leikmönnum, en við tökum ekki hverja sem er þeir verða að falla vel inní okkar hóp.

Er mikill fótboltaáhugi í Hveragerði? Við höfum verið að æfa í Þorlákshöfn og í bænum vetur, þannig að það er ekki alveg kominn reynsla á þetta ennþá, en það er alltaf sami kjarninn sem er að mæta á leikina. En síðan er bara almennt mikill áhugi á íþróttum í Hveragerði og eru fyrirtæki eins og ÖrTréverk og Kjörís að hjálpa okkur mikið, ásamt mikið af sjálfboðaliðum sem eru að gefa sína vinnu. Þannig að áhuginn er mikill myndi ég segja.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu hjá ykkur verið háttað? Við höfum verið að æfa nokkuð vel frá 4 janúar, höfum spilað þó nokkuð af leikjum og æft mjög vel á milli. Gangurinn á þessu hjá okkur er bara nokkuð nettur og ágætis stígandi í okkar leik.

Ertu sáttur við spilamennsku liðsins í Lengjubikarnum og í æfingaleikjum til þessa?
Ég er sáttari við Lengjubikarinn heldur en æfingaleikina, við höfum verið að prófa ýmislegt í þessum leikjum og hefur það gengið ágætlega, en við eigum svoltið í land enginn spurning með það.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið?
Gera betur enn í fyrra, held ég að verði að teljast það fyrsta og síðan stefnum við að sjálfsögðu á að vinna Visabikarinn.

Er einhver leikmaður úr liði ykkar sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar?
Já ég VAR nokkuð viss um það, en síðan fór hann til Noregs þannig að ég veit ekki alveg hvað verður:) . Við erum með nokkuð ungt lið og ég ætla rétt að vona menn séu tilbúnir að fara taka stærri skref og ætla sér meira, en til þess þarf aga og vilja, þannig að þetta kemur í ljós.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 2. deildinni í sumar? Klárlega verður það Gróttan, þeir muna líklega stinga af, Njarðvík hefur verið að fá mjög góðan undirbúning varðandi lengjubikarinn og hafa virkað nokkuð sterkir á mig. En síðan veit ég til þess að Hvöt, Bí/Bolungarvík og allavega Víðir ætla að bæta við sig útlendingum þannig að maður veit svo sem ekki hvernig þeirra lið líta endanlega út. Ég hef ekkert séð til Magna, Hattar, KS/Leyftur og Tindastóls þannig að ég er ekki alveg í stöðu til að dæma þá. Reynir Sandgerði eiga síðan eftir að gera góða hluti myndi maður halda enda með mjög flottan leikmannhóp. Síðan er náttúrulega ÍH/Hamrarnir/Vinir 3 lið í einu liði þannig að þeir verða sterkir og þá sérstaklega á móti Stólunum.

Eitthvað að lokum?
Vonandi að menn drífi sig á völlinn í sumar, því deildin verður góð og skemmtileg. Auk þess eru leikmenn Hamars með margar fjáraflanir í gangi, þannig að menn geta haft sambandi við Fabio eða 800 ef menn og konur vilja fá frekari upplýsingar um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner