Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   fös 26. apríl 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Brynjar spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vatnhamarinn.
Vatnhamarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AP24.
AP24.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadía Atladóttir, leikmaður Vals, gerði mun betur en Kristján Óli Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Nadía var með fjóra rétta.

Albert Brynjar Ingason, þáttastjórnandi Gula Spjaldsins og sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í fjórðu umferðinni.

ÍA 1- 1 FH (14:00 á sunnudag)
Bæði lið með góða byrjun á mótinu og unnið síðustu tvo leiki sína, Skagamenn sterkir í Akraneshöllinni en FH-ingar með sína Skessu kunna alveg á þetta umhverfi. Skagamenn komast yfir og leiða 1-0 í hálfleik, Homie G kveikir á sínum með hálfleiksræðu sinni og Sigurður Bjartur jafnar þennan leik.

Vestri 2 - 0 HK (14:00 á sunnudag)
Mun gjörsamlega ekkert gerast í fyrri hálfleiknum í þessum leik, Pétur Bjarnason kemur svo inn af bekknum í seinni hálfleik og kemur Vestramönnum yfir. Warren lokar svo þessum leik rétt fyrir leikslok.

Víkingur R. 2 - 0 KA (16:15 á sunnudag)
Hafa verið jafnir leikir þarna í Víkinni milli þessara liða, Gunnar Vatnhamar með late winner í fyrra og voru einnig með late winner árið á undan. Víkingar skora hins vegar tvö í þessum leik og mark í sitthvorum hálfleiknum, Djuric og Vatnhamar með mörkin og Rodri fær rautt.

KR 1 - 1 Breiðablik (18:30 á sunnudag)
Fyrsti leikurinn á Meistaravöllum á þessu tímabili og leikurinn verður eftir því, KR komast yfir snemma leiks en Guy Smit gefur víti í seinni hálfleik og Höskuldur tryggir Blikunum punkt.

Valur 1 - 0 Fram (18:00 á mánudag)
Verður hægt hjá Valsliðinu sem nær ekki að opna vel drillað Fram lið hjá Rúnari, þar til AP24 kemur inn á og keyrir tempóið upp og skorar late winner.

Fylkir 2 - 1 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Fylkir fer ekkert í gegnum þrjá heimaleiki í röð án þess að vinna, Fylkir byrja að krafti og pressa hátt upp og það skilar marki þegar Halldór Jón vinnur boltann eftir sloppy uppspil hjá gestunum og leggur hann fyrir Ómar Björn sem skorar fyrsta markið í þessum leik, Emil Atlason jafnar svo fyrir Stjörnuna um miðjan seinni hálfleik en Fylkir kemst svo aftur yfir þegar hinn ömurlegi golfari Ásgeir Eyþórs skallar hann inn eftir hornspyrnu Arnórs Breka.

Fyrri spámenn:
Nadía Atla (4 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)

Hér fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna í deildinni.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 14 7 3 4 26 - 23 +3 24
5.    ÍA 14 7 2 5 32 - 20 +12 23
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner