Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 26. apríl 2024 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag hefur samúð með Rashford - „Nú er nóg komið"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stuðningsmaður Manchester United setti inn færslu á X í gær þar sem hann sagðist finna til með Marcus Rashford vegna þess sem hann hefur þurft að þola þegar kemur að neikvæðu áreiti á samfélagsmiðlum. Hann kallaði það ógeðslegt og illkvittnislegt.

Rashford þakkaði fyrir stuðninginn. „Þetta er ofbeldi og hefur verið það í marga mánuði. Nú er nóg komið," skrifaði Rashford.

Rashford hefur ekki átt gott tímabil með United, hefur tekið mikla dýfu frá síðasta tímabili á undan. Erik ten Hag, stjóri United, tjáði sig um Rashford á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef mikla samúð með Rashford. Á síðasta tímabili átti hann sitt besta tímabil á ferlinum, skoraði 30 mörk og sýndi hvers hann er megnugur. Á þessu tímabili hefur hann ekki sýnt sömu frammistöður og fólk gagnrýnir hann harkalega. Ég held að við þurfum að styðja við hann. Allir ættu að styðja við hann og reyna hjálpa honum þannig að komast á þann stað sem hann var á," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner