Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 27. apríl 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Erla Karitas Jóhannesdóttir.
Erla Karitas Jóhannesdóttir.
Mynd: ÍA
'Mjög fegin að hafa hana í mínu liði en ekki á móti mér'
'Mjög fegin að hafa hana í mínu liði en ekki á móti mér'
Mynd: ÍA
Væri til í að fá Ollu Siggu aftur upp á Skaga.
Væri til í að fá Ollu Siggu aftur upp á Skaga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunna Rún, efnilegust.
Sunna Rún, efnilegust.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Selma Dögg Þorsteinsdóttir.
Selma Dögg Þorsteinsdóttir.
Mynd: ÍA
Erla Karitas fagnar hér marki á síðasta tímabili.
Erla Karitas fagnar hér marki á síðasta tímabili.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvaða sjampó notar hann eiginlega?
Hvaða sjampó notar hann eiginlega?
Mynd: EPA
Lengjudeild kvenna hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. ÍA er spáð níunda sæti deildarinnar.

Erla Karitas, sem er fædd árið 2002, spilar afar mikilvægt hlutverk í liði ÍA en hún er uppalin hjá félaginu og hefur leikið með Skagaliðinu allan sinn feril. Hún hefur alls skorað 44 mörk í 146 KSÍ-leikjum en í fyrra var hún frábær þegar ÍA komst upp úr 2. deildinni en hún skoraði þá níu mörk í 20 leikjum.

Í dag sýnir Erla Karitas á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Erla Karitas Jóhannesdóttir

Gælunafn: Kaja

Aldur: 21 árs, 22 ára í júní

Hjúskaparstaða: Er í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Ég lék minn fyrsta leik árið 2017 þegar ég var 14 ára á móti Haukum og skoraði einnig mitt fyrsta mark í meistaraflokki í sama leik

Uppáhalds drykkur: Verð að segja Nocco og þá sérstaklega berruba Noccoinn, annars Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Galito á Akranesi, sjúklega góð steikalokan þar

Hvernig bíl áttu: Ég á lítinn sætan Suzuki Swift

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei, hef voða lítið vit á svoleiðis..

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Verð að segja Friends, hef farið í gegnum alla þættina þó nokkrum sinnum. Annars hef ég verið að horfa á Shameless undanfarið

Uppáhalds tónlistarmaður: SZA eða Doja Cat

Uppáhalds hlaðvarp: Geri varla neitt án þess að vera með hlaðvarp í eyrunum svo það er mjög erfitt að velja bara eitt, en það sem ég hlusta mest á er Þarf alltaf að vera grín, Morðcastið, Teboðið og hef líka verið að hlusta mikið á Götustráka undanfarið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok og Instagram

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ætli það sé ekki Uglan..

Fyndnasti Íslendingurinn: Ásgrímur Óskar Jóhannesson, bróðir minn

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Takk fyrir að velja Dropp. Hvernig stóðum við okkur?“

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjölni

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Skarphéðinn Magnússon

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hef persónulega ekki mætt henni í keppnisleik en Anna Þóra getur verið helvíti brutal. Mjög fegin að hafa hana í mínu liði en ekki á móti mér.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Ronaldo

Sætasti sigurinn: Þeir eru nokkrir en held að ég segi lokaleikurinn í fyrra á móti Álftanesi sem tryggði okkur sæti í Lengjudeildinni

Mestu vonbrigðin: Þegar við féllum úr Lengjudeildinni árið 2021

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ólöf Sigríður

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sunna Rún Sigurðardóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þeir eru svakalega myndalegir hérna uppá Skaga og Valsarinn Tryggvi Hrafn Haraldsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Selma Dögg, hún kann sitt fag

Uppáhalds staður á Íslandi: Skaginn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það þurfti einu sinni að stoppa leik hjá mér því það sat fýll a miðjum vellinum og vildi ekki fara. Endaði með því að línudómarinn notaði flaggið til að reka hann útaf. Fýllinn spýtti líka á hana, mjög fyndið.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég var mun verri en ég er í dag.. en það er þá aðallega að keppa með ákveðið hárband og í ákveðinni tegund af sokkum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist þá aðallega með pílunni um jólin þar sem Ice Man er minn maður en annars ekki.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Efnafræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég og Selma Dögg liðsfélagi minn skölluðum saman í leik. Þetta var ekki eitthvað töff baráttu atvik þar sem við björguðum marki eða eitthvað, ég var að elta gellu sem hljóp upp kantinn með boltann, Selma var að mæta henni. Hún fór framhjá Selmu og við skölluðum saman.. Endaði með hrikalegt glóðurauga og sá ekki út um augað í svona viku.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki bestu vinkonur mínar Ernu Björt, Selmu Dögg og Önnu Þóru með mér. Dagný liðsstjóri þyrfti líka að fylgja með því við myndum líklega ekki lifa af án hennar.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi vilja sjá Selmu Dögg og Elvíru í Survivor, það yrði gott sjónvarp. Hugsa að þær yrðu ansi fljótar að detta út. Myndi líka vilja sjá Sunnu Rún og Völu Maríu í Idolinu, þær eru hrikalega efnilegar söngdýfur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Síðast þegar ég svaraði þessari spurningu þá var ég yngsti markaskorari ÍA á þessari öld en ég held að Sunna Rún sé búin að taka það af mér

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Madison Schwartzenberger, sjúklega fyndin og skemmtileg.

Hverju laugstu síðast: Lýg ekki, nema þegar ég er sein og segi að ég verði tilbúin eftir smá

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og hlaup

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Arteta hvaða sjampó hann notar
Athugasemdir
banner
banner
banner