Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 26. apríl 2024 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Ómar Ingi
Ómar Ingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
George Nunn.
George Nunn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Legghlífarnar frægu.
Legghlífarnar frægu.
Mynd: The Sun
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ræddi við Fótbolta.net í dag rétt eftir að ljóst varð að HK mætir Fylki í 16-liða úrslitum bikarsins. Sá leikur fer fram eftir tæpan mánuð og því var ekki mikið rætt um hann.

Meira var rætt um komandi leik gegn Vestra í Bestu deildinni. Liðin mætast í Laugardalnum á sunnudag. Það er skráður heimaleikur Vestra.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

„Þeir eru með gott lið, sterkt lið; Balde, Eiður, Pétur og Andri - eru með líkamlega sterka stráka. Við þurfum að vera klárir í góðan slag."

Ekki eitthvað mynstur sem mun halda sér
Í síðustu tveimur deildarleikjum hefur HK fengið tvö rauð spjöld.

„Ég held það sé alltaf vandamál að fá á sig rauð spjöld, en held það sé ekki eitthvað mynstur sem við erum að fara horfa í að haldi sér út deildina. Það er bæði vandamál að lenda einum færri og svo býr það líka til vandamál í næsta leik á eftir (leikbann)."

Missteig sig tvisvar á sama ökkla
Ómar segir að allavega flestir séu að koma heilir úr bikarleiknum gegn Þrótti. „Kristján Snær missteig sig á sama ökklanum tvisvar, en hann var nokkuð brattur í gær. Vonandi verður hann orðinn klár."

Búinn að bíða eftir markinu
George Nunn skoraði tvö mörk gegn Þrótti, sigurmarkið kom seint í leiknum, frábær afgreiðsla. Hvað eru þessi mörk að fara gera fyrir hann?

„Það verður að koma í ljós, en vonandi alveg helling. Við, og hann helst af öllum, vorum aðeins að bíða eftir þessu. Við vitum að hann býr yfir þessum skotum eins og hann sýnir í seinna markinu. Vonandi gefur honum þetta hellingskraft fram á við í leikina sem eru framundan í deildinni. Hann hefur reynst okkur vel í öðrum þáttum; er sterkur í loftinu og gífurlega vinnusamur. Við vorum að bíða að hann myndi ná einum yfir línuna til að virkja þann þátt í hans leik líka. Vonandi er þetta byrjunin á því að við munum sjá fleiri bolta enda í netinu hjá honum," sagði Ómar.

Fjallað var um Sean Dyche-legghlífarnar sem Nunn var með á sínum tíma. Er hann ennþá í þeim?

„Nei, þeim var stolið einhvern tímann sagði hann. Hann hefur mikið verið spurður út í þetta. Það er gífurlega áhugavert að hann hafi valið þetta á sínum tíma. Hann hefur ekki ennþá náð að útvega sér öðrum með mynd af Sean Dyche," sagði Ómar.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir