Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 27. apríl 2024 12:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrsti heimaleikur kvennaliðs Víkings í 40 ár
Mynd: Hrefna Morthens

Fyrsti heimaleikur Víkings í efstu deild kvenna í 40 ár fer fram í dag þegar liðið fær Fylki í heimsókn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Liðið hefur farið hamförum undanfarið ár en liðið vann Lengjudeildina og bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð. Liðinu tókst að fylgja því eftir með sigri í meistari meistaranna gegn Val eftir vítaspyrnukeppni í síðasta mánuði.

Víkingur lék síðast í efstu deild árið 2019 en þá var liðið sameinað HK. Þá lék liðið ýmist á Víkingsvelli eða í Kórnum.

Besta deildin fór af stað þetta sumarið um síðustu helgi en Víkingur lagði þar Stjörnuna á Samsungvellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner