Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   lau 27. apríl 2024 13:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool þarf kraftaverk eftir jafntefli í Lundúnum
Antonio tryggði West Ham stig
Antonio tryggði West Ham stig
Mynd: EPA
Mynd: EPA

West Ham 2 - 2 Liverpool
1-0 Jarrod Bowen ('43 )
1-1 Andrew Robertson ('48 )
1-2 Alphonse Areola ('65 , sjálfsmark)
2-2 Michail Antonio ('77 )


Liverpool er svo gott sem búið að stimpla sig úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eftir jafntefli gegn West Ham í dag.

Jarrod Bowen kom West Ham yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Mohammed Kudus undir lok fyrri hálfleiks.

Liverpool var ekki lengi að jafna metin í þeim síðari en það gerði Andy Robertson en hann átti skot sem Alphonse Areola náði að setja fingurgómana í en það dugði ekki til.

Liverpool hélt áfram að þjarma að marki West Ham og það bar árangur þegar Areola skoraði skrautlegt sjálfsmark.

Cody Gakpo átti slakt skot en sem betur fer fyrir hann fór boltinn í Angelo Ogbonna, þaðan fór hann í Tomas Soucek og að lokum í Areola og lak í netið.

Alexis Mac Allister komst í dauðafæri stuttu síðar en hann átti slakan skalla sem Areola var ekki í neinum vandræðum með.

Liverpool var með þónokkra yfirburði í seinni hálfleik en tókst ekki að nýta sér þá ferkar og West Ham refsaði fyrir það. Michail Antonio tryggði liðinu stig þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Bowen.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner