Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 04. mars 2024 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter með fimmtán stiga forystu á toppnum
Alexis Sanchez skoraði og lagði upp
Alexis Sanchez skoraði og lagði upp
Mynd: Getty Images
Inter 2 - 1 Genoa
1-0 Kristjan Asllani ('30 )
2-0 Alexis Sanchez ('38 , víti)
2-1 Johan Vasquez ('54 )

Inter er komið með fimmtán stiga forystu á toppnum í Seríu A eftir að hafa unnið Genoa, 2-1, á Giuseppe Meazza-leikvanginum í kvöld.

Eftir 2-1 tap Juventus gegn Napoli í gær var það ljóst að Inter gæti sett nokkra fingur á titilinn með sigri í dag.

Alexis Sanchez, sem hefur verið fremur slakur á tímabilinu til þessa, átti þátt í báðum mörkunum. Hann lagði upp fyrra markið fyrir Kristjan Asllani og skoraði síðan síðara úr vítaspyrnu átta mínútum síðar.

Johan Vasquez kom Genoa aftur inn í leikinn með marki snemma í síðari er hann hamraði boltanum rétt fyrir utan teig og í netið.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa og náði að skapa nokkur góð færi fyrir Genoa, en hans menn náðu ekki að nýta sér það.

Lokatölur 2-1 fyrir Inter sem er nú með 72 stig, fimmtán stigum á undan Juventus þegar ellefu leikir eru eftir af deildinni. Genoa er í 12. sæti með 33 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
7 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner