Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   lau 27. apríl 2024 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Spennandi toppbarátta í Þýskalandi - Þungt tap hjá Blikanum
Hólmbert kom við sögu hjá Holsten, sem ætlar beint upp
Hólmbert kom við sögu hjá Holsten, sem ætlar beint upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak er í baráttu um að komast upp í Bundesliguna
Ísak er í baráttu um að komast upp í Bundesliguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku atvinnumennirnir okkar áttu ekkert frábæran dag í Evrópuboltanum

Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 3-3 jafntefli Mafra og Oliveirense í portúgölsku B-deildinni. Mafra er í 7. sæti með 43 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði síðustu mínúturnar í 3-1 tapi Holsten Kiel gegn Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. Holsten er í öðru sæti með 61 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.

Þórir Jóhann Helgason lék á meðan á miðsvæðinu hjá Eintracht Braunschweig sem tapaði fyrir Hamburger SV, 4-0. Braunschweig er í 14. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði í 1-1 jafntefli Fortuna Düsseldorf gegn Schalke. Düsseldorf er að gera sér vonir um að fara beint upp en liðið er í 3. sæti með 56 stig, fimm stigum frá Holsten Kiel.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá OFI Crete sem gerði 1-1 jafntefli við Asteras Tripolis í fallriðli grísku úrvalsdeildarinnar.Crete er með 35 stig í 9. sæti þegar fjórir leikir eru eftir.

Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn hjá Álasundi sem tapaði fyrir Raufoss, 4-1, í norsku B-deildinni. Álasund er með aðeins 4 stig eftir fimm leiki.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuven sem tapaði fyrir Mechelen, 3-0, í Evrópuriðli belgísku úrvalsdeildarinnar. Leuven er í 4. sæti riðilsins með 23 stig.

Stefán Ingi Sigurðarson og félagar í Patro Eisden eru svo gott sem úr leik í umspili um sæti belgísku úrvalsdeildina eftir að liðið tapaði fyrri leiknum gegn Deinze, 4-0, í dag. Stefán spilaði tæpar 70 mínútur.

Þá spilaði vinstri bakvörðurinn Oskar Sverrisson allan leikinn fyrir Varberg sem gerði 1-1 jafntefli við Sundsvall í sænsku B-deildinni. Varberg er með 4 stig úr fimm leikjum.

Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, lék fyrri hálfleikinn er Brescia gerði markalaust jafntefli við Spezia í B-deildinni á Ítalíu. Brescia er í 7, sæti með 47 stig þegar þrír leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner