PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
   lau 27. apríl 2024 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Markalaust í baráttu um annað sætið
Marco Sportiello átti stórleik
Marco Sportiello átti stórleik
Mynd: Getty Images
Juventus og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í baráttu þeirra um annað sætið í Seríu A á Ítalíu í dag.

Milan var með fimm stiga forystu á Juventus í baráttu þeirra um annað sætið.

Juventus átti betri færi í fyrri hálfleiknum. Marco Sportiello varði í tvígang frá Dusan Vlahovic á meðan Milan-menn voru að reyna að skora fyrir utan teig, þó án árangurs.

Sportiello varði síðan tvisvar frá Danilo og Filið Kostic snemma í þeim síðari. Ruben Loftus-Cheek átti ágætis tilraun fyrir utan teig sem hafnaði rétt framhjá markinu.

Juventus komst nálægt því að vinna leikinn undir lokin er Sportiello var í basli með að grípa skalla frá Weston McKennie áður en Milan-menn björguðu á línu.

Markalaust jafntefli niðurstaðan í Tórínó. Milan er áfram með fimm stiga forystu á Juventus í öðru sætinu þegar fjórir leikir eru eftir.

Lazio vann Hellas Verona, 1-0. Mattia Zaccagni skoraði eina markið á 72. mínútu. Lazio er með 55 stig í 6. sæti deildarinnar, sem gefur þáttökurétt í Evrópudeildina.

Úrslit og markaskorarar:

Juventus 0 - 0 Milan

Lazio 1 - 0 Verona
1-0 Mattia Zaccagni ('72 )

Lecce 1 - 1 Monza
1-0 Nikola Krstovic ('90 )
1-1 Matteo Pessina ('90 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 36 21 9 6 67 42 +25 72
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 36 13 12 11 53 46 +7 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 36 7 13 16 37 60 -23 34
16 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
17 Frosinone 36 7 11 18 43 68 -25 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner