Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. apríl 2024 16:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Rafn í fyrsta sinn í hópnum hjá Brentford
Mynd: Brentford

Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður er á bekknum hjá Brentford þegar liðið heimsækir Everton í dag.


Hákon gekk til liðs við félagið í janúar frá sænska Elfsborg. Hann hefur tjáð sig sjálfur um það að markmiðið hafi verið að mæta snemma til félagsins og gera sig klárann fyrir næsta tímabil.

Hann hefur lítið sem ekkert spilað fótbolta síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann er nú skrefi nær byrjunarliðinu og er mættur á bekkinn.

Hann er níundi Íslendingurinn sem hefur verið á mála hjá Brentford.

Íslendingar hjá Brentford
Hermann Hreiðarsson (1998-1999)
Ívar Ingimarsson (1999-2002)
Gunnar Einarsson (2000) (lán)
Ólafur Gottskálksson (2000-2003)
Ólafur Ingi Skúlason (2005-2007)
Kolbeinn Birgir Finnson (2018-2019)
Patrik Sigurður Gunnarsson (2018-2022)
Valgeir Valgeirsson (2021-22) (lán)

Brentford: Flekken, Ajer, Collins, Pinnock, Reguilon, Norgaard, Janelt, Jensen, Mbeumo, Wissa, Toney.

Varamenn: Valdimarsson, Schade, Zanka, Ghoddos, Onyeka, Lewis-Potter, Damsgaard, Roerslev, Yarmoliuk.


Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner