Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   lau 27. apríl 2024 16:39
Sölvi Haraldsson
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er svekkjandi því mér fannst við vera betra liðið í dag í 75% af leiknum. Frábær fyrri hálfleikur. Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki nógu vel. En síðan unnum við okkur inn í leikinn og sköpuðum fullt af færum. Ég er bara mjög ósáttur með að þær náðu í sigurmarkið í lokin því við miklu betri í dag fannst mér.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 3-2 grátlegt tap gegn Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Keflavík fengu víti á 36. mínútu eftir að Stjarnan tóku markspyrnu og stoppuðu boltann með hendinni eftir að hafa tekið markspyrnuna. Jonathan var á því að þetta var réttur dómur að dæma víti.

Þetta var víti. Leikmaðurinn tók spyrnuna og stoppaði boltann svo með höndinni.“

Jonathan fékk gult spjald í leiknum en hann er allt annað en sáttur með það hvernig samskiptin við dómara hér á Íslandi er. Hann vill fá að geta tjáð sig og spurt dómara spurningar. 

Samskiptin við dómarana og fjórða dómaran er bara ekki nógu góð, mjög slæm. Við sem þjálfarar eigum að geta spurt þá spurningar. Það er mjög slæmt að sjá hvert dómgæslan er að stefna. Það verður að vera eitthvað svigrúm fyrir þjálfaran að tjá sig hvernig þeim líður eftir að dómarinn tekur ákvörðum sem er slæm. Eitthvað var rangt hjá þeim og ég var að spurja þá út í það. Það er ósanngjarnt að maður eigi bara að halda kjafti.“

Kristrún Ýr, var tekin af velli undir leikslok vegna meiðsla. Glenn veit ekki hvernig staðan er á henni núna.

Ég veit það ekki. Ég hef ekki talað við hana eða sjúkrarþjálfarana þannig ég er ekki viss með það.“

Keflavík eiga erfiða leiki framundan en þær eru með 0 stig á töflunni eftir tvo leiki.

„Fyrir okkur er hver einasti leikur erfiður. Við verðum að vera tilbúin fyrir hvern einasta leik en við þurfum að fara að ná í stig á töfluna. Hver einasti leikur í Bestu deildinni er erfiður.“ sagði Jonathan Glenn að lokum

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner