Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 13:00
Aksentije Milisic
Frakkland: Hákon spilaði í gífurlega mikilvægum sigri Lille
Mynd: Getty Images

Metz 1-2 Lille
1-0 Georges Mikautadze, víti ('23)
1-1 Ismaily ('31)
1-2 Yusuf Yazici


Lille heimsótti Metz í hádeginu í dag í franska boltanum en liðin eru á ólíkum stað á töflunni. Lille berst um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á meðan Metz er í fallbaráttu.

Heimamenn byrjuðu betur og var það Georgíumaðurinn Georges Mikautadze sem kom Metz yfir með marki af vítapunktinum á 23. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna og var það bakvörðurinn Ismaily sem gerði það eftir hálftíma leik.

Lille hélt áfram að hamra járnið á meðan það var heitt en tyrkinn Yusuf Yazici kom Lille yfir rétt fyrir hálfleik. Það reyndist sigurmarkið og því gífurlega mikilvægur sigur staðreynd hjá Lille.

Hákon Arnar Haraldsson byrjaði á varamannabekknum í dag en íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Lille er nú í þriðja sæti deildarinnar með 55 stig en Metz er í þriðja neðsta sætinu með 29 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner