Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 12:45
Aksentije Milisic
Ítalía: Partýið hélt áfram hjá Inter - Allt undir í Evrópubaráttunni
Lautaro leyfði Hakan að taka vítaspyrnuna.
Lautaro leyfði Hakan að taka vítaspyrnuna.
Mynd: EPA
De Rossi fer til Napoli.
De Rossi fer til Napoli.
Mynd: EPA

Inter 2 - 0 Torino
1-0 Hakan Calhanoglu ('56 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('60 , víti)
Rautt spjald: Adrien Tameze, Torino ('49)


Partýið hélt áfram hjá Ítalíumeisturunum í Inter Milan en liðið gulltryggði titilinn í síðustu umferð þegar það vann AC Milan í nágrannaslag.

Það var engin þynnka hjá Inter í dag en liðið vann 2-0 sigur á Torino. Það var tyrkinn Hakan Calhanoglu sem skoraði bæði mörk liðsins en hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili.

Fyrirliðið liðsins og helsti markaskorari, Lautaro Martinez, rétti Hakan boltann og leyfði honum að skora sitt annað mark í leiknum. Í stöðunni 0-0 höfðu gestirnir fengið að líta á rautt spjald.

Í dag eru síðan stórir leikir í Evrópubaráttunni en Napoli og Roma mætast þá í stórleik í Napoli. Bologna er í fjórða sætinu sem stendur en liðið fær Udinese í heimsókn sem er í bullandi fallbaráttu.

Þá fær Fiorentina lið Sassuolo í heimsókn og Atalanta mætir Empoli. Mikið undir í öllum þessum leikjum en stöðutöfluna má sjá hér fyrir neðan.

Atalanta 16:00 Empoli

Napoli 16:00 AS Roma

Bologna 13:00 Udinese

Fiorentina 18:45 Sassuolo


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 36 22 8 6 72 43 +29 74
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 36 18 5 13 47 37 +10 59
8 Napoli 36 13 12 11 53 46 +7 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 36 11 15 10 31 31 0 48
11 Genoa 36 11 13 12 42 43 -1 46
12 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 36 8 11 17 33 46 -13 35
15 Cagliari 36 7 12 17 38 65 -27 33
16 Frosinone 36 7 11 18 43 68 -25 32
17 Empoli 36 8 8 20 26 52 -26 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 36 7 8 21 41 71 -30 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner