Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 27. apríl 2024 20:12
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum komin með forystuna en þær jöfnuðu leikinn. Þetta var hörkuleikur og vissulega hefðum við viljað og teljum okkur hafa átt það skilið að ná í þrjú stig.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis að loknum nýliðaslag Víkings og Fylkis í Vikinni í dag sem lauk með 2-2 jafntefli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Fylkisliðið lent í mótlæti á vellinum í fyrri hálfleik svo að segja. Fyrst var dæmd vítaspyrna á Tinnu Brá Magnúsdóttur markvörð þeirra sem bætti fyrir mistök sína og varði spyrnu Shainu Ashouri. Þá gerði Mist Funadóttir sig seka um mistök þegar Víkingar komust yfir á 43. mínútu þegar hún átti slæma sendingu sem mark kom upp úr. Mínútu síðar hafði hún rétt sinn hlut við með glæsilegu marki og jafnaði þar með leikinn.

„Stórkostlegt að sjá hvernig Mist brást við fyrsta markinu þeirra þar sem að hún átti feilsendingu. Alvöru leikmenn gera eins hún gerði, óð bara upp völlinn, vann boltann og smellti honum í hornið fjær. Efast um að það hafi liðið mínúta frá því þær komust yfir. Þetta lýsir svolítið karakternum í þessum stelpum. Þær eru ótrúlega öflugar og flottar.“

Mætir dóttur sinni í næstu umferð.
Gunnar Magnús hefur í mörg horn að líta í boltanum þessa daganna en auk þess að þjálfa lið Fylkis er hann eflaust vakinn og sofinn yfir því að fylgja Sigurbjörgu Diljá Gunnarsdóttur dóttur sinni sem fædd er árið 2008 eftir en hún hefur byrjað fyrstu tvo leiki Keflavíkur á tímabilinu án þess þó að karl faðir hennar hafi komist á völlinn vegna leikja Fylkis. Hann þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því fyrir næstu umferð þar sem mótherjinn er einmitt Keflavík.

„Þetta er alltaf tvöfalt streitustig á mér. Ofboðslega leiðinlegt að geta ekki fylgst með henn taka sín fyrstu spor byrjandi inn á gegn Blikum og Stjörnunni í dag. Ég neita því ekkert að ég var í skjánum að fylgjast með fyrir þennan leik í Keflavíkinni. Þetta er jú dóttir manns og það er erfitt að vera fjarri því. En það vill svo til að næsti leikur er gegn Keflavík svo að vikan á heimilinu hún verður eitthvað sérstök. Þannig að ég næ að sjá næsta leik með henni.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner