Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 13:06
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið ÍA og FH: Úlfur beint í liðið - Rúnar Már á bekknum
Úlfur Ágúst
Úlfur Ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már
Rúnar Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir tæpan klukkutíma hefst leikur ÍA og FH í Akraneshöllinni í 4. umferð Bestu deild karla. Byrjunarliðin voru rétt í þessu að detta í hús. Bæði lið eru með sex stig eftir þrjár umferðir.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 FH

Skagamenn unnu Fylki 5-1 í síðustu umferð í Akraneshöllinni en Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir eina breytingu á hópnum frá þeim leik. Byrjunarliðið er óbreytt en Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn á bekkinn fyrir Albert Hafsteinsson.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir tvær breytingar á Hafnarfjarðarliðinu frá sigrinum gegn HK á dögunum. Þeir Dusan Brkovic og Úlfur Ágúst Björnsson koma inn í liðið fyrir þá Vuk Oskar Dimitrijevic og Ólaf Guðmundsson, Vuk er á bekknum en Óli er meiddur. Framherjinn Úlfur er mættur aftur til landsins en hann var í skóla í Bandaríkjunum í vetur. Grétar Snær Gunnarsson kemur þá á bekkinn í stað Haraldar Einars Ásgrímssonar sem seldur var til Fram á gluggadeginum. Bjarni Guðjón Brynjólfsson, sem kom á láni frá Val, er ekki í hópnum.


Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
7. Kjartan Kári Halldórsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
25. Dusan Brkovic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner