Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   lau 27. apríl 2024 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Bryndís Rut Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Murielle Tiernan var á bekknum hjá Tindastóli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara svekkelsi. Maður vill fá meira út úr þessu. Við komum með það hugarfar að gera meira og betur en það sem við fengum," sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Tindastóll

Tindastóll getur tekið margt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir 3-0 tap. Þær fengu fín færi til að jafna og voru á löngum köflum að spila nokkuð vel.

„Ég held að 3-0 segi ekki allt um leikinn. Það var margt gott í þessu. Þegar maður tekur sénsa þá kemur það stundum í bakið á manni. Við fengum það svolítið í andlitið. Ég átti svolítið í þessu marki (öðru markinu) en það er bara áfram gakk og næsti leikur."

Tindastóll er án stiga eftir tvo leiki í deildinni.

„Ég held að hópurinn sé mótíveraður að gera betur og vel. Ég held að það sé bara upp og áfram, en ég held að við séum öll á sömu línu með það. Það er næsti leikur og við komum hungraðar í stig þar. Ég er ánægð með það að hugarfarið er rétt."

Murielle Tiernan var í liðsstjórn hjá Tindastóli í dag. Hún lék lengi með Stólunum en skipti nýverið yfir í Fram.

„Það er æðislegt. Hún er góð vinkona okkar allra og á alltaf stað í hjarta okkar þó hún sé að spila með Fram. Hún ætlar alveg að vera eitthvað með okkur af hliðarlínunni og við tökum henni alltaf fagnandi. Við elskum Murr, það klikkar ekki. Það er mikill vinsskapur þarna á milli. Hún er partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði," sagði Bryndís.

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Bryndís meðal annars um stöðuna á Sauðárkróksvelli.
Athugasemdir
banner
banner