Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 06. febrúar 2020 11:00
Miðjan
Ragna Lóa um footballers wives á Englandi: Margar skrautlegar
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var ekki dæmigerð footballers wive. Ég vann í frystihúsinu í gamla daga og var fóboltastelpa sjálf," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, aðstoðarþjálfari KR, í Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Ragna Lóa ræðir þar meðal annars tíma sinn á Englandi þar sem hún bjó með þáverandi eiginmanni sínum Hermanni Hreiðarssyni. Ragna Lóa ræddi þar um menninguna sem ríkir hjá eiginkonum og kærustum atvinnumanna.

„Þær voru margar skrautlegar sem maður kynntist. Þær tóku þetta alla leið. Þær voru öðruvísi," sagði Ragna Lóa.

„Fyrir mörgum var draumurinn að ná í fótboltamann. Það var það eina sem þær stefndu að. Þær sáu fram á draumalíf, þurfa aldrei að vinna og geta keypt öll flottustu fötin. Glamúr og ævintýralíf."

„Ég held að þetta hafi verið öðruvísi hjá okkur og pörum frá Skandinavíu. Við hugsuðum aðeins öðruvísi."


Í viðtalinu segir Ragna Lóa einnig frá því þegar hún ferðaðist í leiki í á Englandi í rútu með stuðningsmönnum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Miðjan - Ragna Lóa: Vakna þú mín þyrnirós
Athugasemdir
banner