Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 10. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög óttast að leikmenn neiti að spila
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mirror greinir frá því að ensk úrvalsdeildarfélög óttíst að hluti leikmanna neiti að spila fótbolta ef tímabilið fer aftur af stað í sumar. Óttast er að um fimmtíu leikmenn neiti að spila, eða tveir til þrír hjá hverju félagi.

Búist er við að tveir til þrír leikmenn úr hverju félagi vilji ekki spila vegna nákominna aðstandenda sem væru í mikilli lífshættu ef þeir fengu veiruna.

Einhverjir leikmenn vilja tryggingu frá félagi sínu ef þeir eða fjölskyldumeðlimir fá veiruna vegna þátttöku þeirra í fótbolta.

Einn ónefndur leikmaður Brighton hefur miklar efasemdir um að geta spilað þar sem kærasta hans er með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm sem gæti gert kórónuveiruna banvæna.

Þá hafa menn á borð við Sergio Agüero og Antonio Rüdiger opinberlega lýst yfir áhyggjum sínum ef úrvalsdeildartímabilið á að fara af stað aftur meðan veiran er enn í gangi.

Mark Noble, fyrirliði West Ham, staðfesti að stór hluti leikmannahópsins hefði áhyggjur vegna veirunnar og vildi helst ekki taka áhættuna á að spila fótbolta.

Stefnt er á að klára úrvalsdeildina í sumar á hlutlausum völlum en einhver félög eru mótfallin þeirri hugmynd. Hugmyndin verður rædd ítarlega á fundi næsta fimmtudag og líklegt að félög verði látin kjósa um málið á næstu vikum.

70% úrvalsdeildarfélaga þurfa að vera sammála um niðurstöðu til að hún geti verið staðfest. Það eru 14 af 20 félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner