Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 11. ágúst 2018 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham lagði Newcastle í fjörugum leik
Tottenham fagnar marki í dag.
Tottenham fagnar marki í dag.
Mynd: Getty Images
Boltinn var inni hjá Vertonghen, en tæpt var það.
Boltinn var inni hjá Vertonghen, en tæpt var það.
Mynd: Getty Images
Tap hjá lærisveinum Rafa Benitez, en frammistaðan var alls ekki slæm.
Tap hjá lærisveinum Rafa Benitez, en frammistaðan var alls ekki slæm.
Mynd: Getty Images
Newcastle 1 - 2 Tottenham
0-1 Jan Vertonghen ('8 )
1-1 Joselu ('11 )
1-2 Dele Alli ('18 )

Fyrsti leikur dagsins, annar leikur tímabilsins, var að klárast í ensku úrvalsdeildinni. Eins og í 1. umferðinni í fyrra þá mættust Newcastle og Tottenham í 1. umferðinni á þessari leiktíð.

Tottenham keypti engan leikmann í sumarglugganum, varð fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að gera það ekki. Spurs er spáð 6. sæti í spá Fótbolta.net fyrir tímabilið. Á meðan Tottenham keypti engan í sumar fékk Rafa Benitez, stjóri Newcastle, takmarkaða fjármuni frá Mike Ashley, eiganda félagsins. Benitez var pirraður með það, eftir að hafa skilað Newcastle í 10. sæti deildarinnar í fyrra. Newcastle er spáð 15. sæti hjá Fótbolta.net.

Í fyrra þegar þessi lið mættust náði Newcastle að verjast vel þangað til Jonjo Shelvey gerðist sekur um mikla heimsku, fékk rautt spjald fyrir að stíga á Dele Alli. Tottenham vann í kjölfarið 2-0.

Shelvey byrjaði þennan leik en enginn af nýju leikmönnum Newcastle fékk að byrja. Hjá Tottenham byrjuðu flestir þeir leikmenn sem fóru langt á HM, Hugo Lloris, Harry Kane og Dele Alli, en Toby Alderweireld sat allan tímann á bekknum.

Geggjuð byrjun á leiknum
Leikurinn á St. James' Park byrjaði frábærlega og kom hvert markið á fætur öðru á fyrstu mínútum leiksins. Jan Vertonghen kom Tottenham yfir með skalla á áttundu mínútu. Boltinn fór rétt yfir línuna og var notast við marklínutækni. Það gat varla verið tæpara.

Tottenham var ekki lengi að jafna. Það gerði spænski sóknarmaðurinn Joselu á 11. mínútu þegar hann sneiðaði boltann inn eftir góða fyrirgjöf Matt Ritchie.


Á 18. mínútu kom þriðja mark leiksins og var það Dele Alli sem gerði það með góðum skalla.

Frábærar fyrstu mínúturnar í þessum leik en staðan var 2-1 fyrir Tottenham í hálfleik.

Newcastle komst nálægt því að jafna
Staðan var 2-1 í hálfleik en í seinni hálfleiknum pressaði Newcastle stíft eftir marki. Mohamed Diame átti skot í slána mjög snemma í seinni hálfleik og komst Brasilíumaðurinn Kenedy í dauðafæri stuttu síðar. Hann gerði hins vegar mjög illa í færinu og sá Hugo Lloris, fyrirliði Heimsmeistara Frakka, við honum.

Tottenham fékk líka færi til að skora en Martin Dubravka var öflugur í marki Newcastle.

Á 85. mínútu átti varamaðurinn Salomon Rondon skot sem endaði í slánni en því miður fyrir stuðningsmenn Newcastle fór boltinn ekki inn. Lokatölur 2-1.

Hvað þýða þessi úrslit?
Tottenham sækir fyrstu þrjú stigin sín á tímabilinu og er ásamt Manchester United á toppi deildarinnar. Newcastle byrjar á tapi, en frammistaðan hjá lærisveinum Rafa Benitez var góð í dag.

Klukkan 14:00 hefjast fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Viltu sjá byrjunarliðin? Smelltu hér til að gera það.
Athugasemdir
banner
banner
banner