Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Enrique hunsaði Neville eftir bikartapið fræga - „Fíflið þitt!“
Gary Neville stýrði Valencia í nokkra mánuði áður en hann var rekinn
Gary Neville stýrði Valencia í nokkra mánuði áður en hann var rekinn
Mynd: Getty Images
Gary Neville var sérstakur gestur í þættinum Stick To Football á Sky Sports á dögunum en þar talaði hann aðeins um tíma sinn sem þjálfari Valencia á Spáni og minntist hann sérstaklega á eitt atvik sem tengist spænska þjálfaranum Luis Enrique.

Neville var óvænt ráðinn þjálfari Valencia í desember árið 2015 en það var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Áður hafði hann verið aðstoðarmaður Roy Hodgson hjá enska landsliðinu en fékk þarna tækifæri til að sanna sig í Evrópuboltanum.

Hann entist aðeins í rúma fjóra mánuði í starfi. Eftirminnilegasti leikurinn var 7-0 tap Valencia gegn Barcelona í spænska konungsbikarnum, en eftir þann leik kölluðu stuðningsmenn eftir höfði Neville.

Eftir þann leik ætlaði Neville að þakka Enrique, sem var þá þjálfari Barcelona, fyrir leikinn, en Englendingurinn var hunsaður og fékk enga virðingu frá kollega sínum.

„Eftir að Barcelona vann mig 7-0 í spænska konungsbikarnum fór ég til Luis Enrique til að taka í höndina á honum, en hann labbaði bara fram hjá mér, hunsaði mig og ég hugsaði bara „Helvítis fíflið þitt“,“ sagði Neville í Stick to Football.

Á þessum tíma var Rafael Benítez þjálfari Real Madrid en Neville sagði hann hafa sýnt sér mikla virðingu.

„Veistu hver var mjög góður við mig? Rafael Benítez. Hann var undir mikilli pressu hjá Real Madrid á þessum tíma, en hann gekk að mér, tók í höndina á mér og gaf mér 4-5 mínútur af tíma sínum,“ sagði Neville.


Athugasemdir
banner
banner