Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fim 02. maí 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjö Mosfellingar á Meistaravöllum - „Við erum að taka yfir"
Ísak og Hrafn í baráttunni.
Ísak og Hrafn í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Anton Ari í marki Blika.
Anton Ari í marki Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sjö uppaldir leikmenn Aftureldingar voru samankomnir á Meistaravelli á sunnudagskvöld þegar KR og Breiðablik mættust í Bestu deildinni. Þrír voru í byrjunarliðunum og fjórir komu inn á.

Einn fyrrum leikmaður Aftureldingar, Rúrik Gunnarsson, var þá í byrjunarliði KR. Hann var á láni hjá Aftureldingu frá KR seinni hluta síðasta tímabils.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Breiðablik


Axel Óskar Andrésson var í byrjunarliði KR og þeir Anton Ari Einarsson og Jason Daði Svanþórsson voru í byrjunarliði Breiðabliks.

Þeir Eyþór Aron Wöhler og Hrafn Guðmundsson komu inn á hjá KR og þeir Arnór Gauti Jónsson og Ísak Snær Þorvaldsson komu inn hjá Blikum.

Fótbolti.net ræddi við þá Axel Óskar og Eyþór eftir leikinn.

„Það er einstakt. Það er eitthvað í vatninu þarna í Mosfellsbæ og vonandi sameinum við krafta okkar einhverntímann í Aftureldingu og komum liðinu í fremstu röð," sagði Eyþór.

„Við erum að taka yfir," sagði Axel.

Tveir aðrir uppaldir hjá Aftureldingu eru í Bestu deildinni. Það eru þeir Arnór Breki Ásþórsson hjá Fylki og Kristinn Freyr Sigurðsson hjá Val. Erlendis í atvinnumennsku eru svo þeir Jökull Andrésson, Róbert Orri Þorkelsson og Bjarki Steinn Bjarkason.
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner