Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn umtalaði Will Still hættir með Reims (Staðfest)
Will Still.
Will Still.
Mynd: Getty Images
Næsta skref á Englandi?
Næsta skref á Englandi?
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Will Still mun ekki stýra Reims í Frakklandi á næsta tímabili en þetta var tilkynnt í dag. Í yfirlýsingu félagsins kemur fram að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Still, sem er 31 árs gamall, var mjög umtalaður í fyrra og vakti mikla athygli. Hann er fæddur í Belgíu en á ættir að rekja til Englands.

Þegar hann var ungur spilaði hann tölvuleikinn Football Manager og fékk þá mikla ástríðu fyrir þjálfun. Hann hætti að spila fótbolta þegar hann var 17 ára og fór þá að þjálfa. Hann byrjaði á því að vinna sem aðstoðarþjálfari U14 liðs Preston á Englandi og er núna búinn að vinna sig upp í það að vera aðalþjálfari Reims í frönsku úrvalsdeildinni.

Reims þurfti um tíma að borga sektir fyrir hvern leik sem Still stýrði þar sem hann var ekki með nægilega góð þjálfararéttindi. Hann mátti í raun ekki þjálfa í frönsku úrvalsdeildinni en Reims hafði það mikla trú á honum.

Reims var lengi taplaust á síðasta tímabili, en endað að lokum í ellefta sæti. Reims er núna í ellefta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Still hefur haft mikil áhrif á þetta litla félag.

Still hefur talað um það að draumur sinn sé að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni en líklegt þykir að næsta skref hans verði á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner