Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
   mið 01. maí 2024 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svo sem ekkert að gerast í leiknum og það er dæmt víti. Ég er svo sem ekki búinn að sjá það aftur en það var allavega enginn að biðja um víti og bara dómarinn sem sá það. Það breytir strax ásýnd leiksins svona frekar snemma leiks. En það var ekkert sem fór úrskeiðis, við vorum bara með tögl og haldir á leiknum svona að okkur fannst Vorum að komast í ágætar stöður í og við teig Fjölnis en náðum bara ekki boltanum almennilega inn í eða almennilegum skotum.“ Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 tap Grindavíkur gegn Fjölni á Víkingsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

Grindavíkurliðinu gekk erfiðlega að skapa sér afgerandi færi heilt yfir í leiknum og ógnaði Fjölnisliðinu lítið á löngum köflum. Brynjar er með algjörlega nýtt lið í smíðum frá því í fyrra og miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Þarf að slípa hópinn betur saman?

„Ég vil bara taka það fram að við spiluðum fínan fótbolta í dag það var ekki vandamál. Vandamálið var að við fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum. “

Grindvíkingar misstu tvo leikmenn af velli í leiknum vegna meiðsla. Hvað gerðist í þeim atvikum og hvernig er staðan á þeim leikmönnum?

„Adam fær bara olnbogaskot og var með brotna tönn og mikla blæðingu. Ekkert víti þar en við einbeitum okkur bara að okkar frammistöðu. Við þurfum svo að gera aðra breytingu þegar brotið er á Turkus þegar hann er að komast upp völlinn og hann fær slink á hnéð.“

Allt viðtalið við Brynjar má sjá hér að ofan
Athugasemdir