Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   mið 01. maí 2024 23:10
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var svo sem ekkert að gerast í leiknum og það er dæmt víti. Ég er svo sem ekki búinn að sjá það aftur en það var allavega enginn að biðja um víti og bara dómarinn sem sá það. Það breytir strax ásýnd leiksins svona frekar snemma leiks. En það var ekkert sem fór úrskeiðis, við vorum bara með tögl og haldir á leiknum svona að okkur fannst Vorum að komast í ágætar stöður í og við teig Fjölnis en náðum bara ekki boltanum almennilega inn í eða almennilegum skotum.“ Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 tap Grindavíkur gegn Fjölni á Víkingsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  3 Fjölnir

Grindavíkurliðinu gekk erfiðlega að skapa sér afgerandi færi heilt yfir í leiknum og ógnaði Fjölnisliðinu lítið á löngum köflum. Brynjar er með algjörlega nýtt lið í smíðum frá því í fyrra og miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins. Þarf að slípa hópinn betur saman?

„Ég vil bara taka það fram að við spiluðum fínan fótbolta í dag það var ekki vandamál. Vandamálið var að við fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum. “

Grindvíkingar misstu tvo leikmenn af velli í leiknum vegna meiðsla. Hvað gerðist í þeim atvikum og hvernig er staðan á þeim leikmönnum?

„Adam fær bara olnbogaskot og var með brotna tönn og mikla blæðingu. Ekkert víti þar en við einbeitum okkur bara að okkar frammistöðu. Við þurfum svo að gera aðra breytingu þegar brotið er á Turkus þegar hann er að komast upp völlinn og hann fær slink á hnéð.“

Allt viðtalið við Brynjar má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner