Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 02. maí 2024 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Cecilía sneri aftur hjá Bayern - „Gæti ekki verið ánægðari“
Cecilía Rán
Cecilía Rán
Mynd: Bayern München
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mætt aftur til æfinga hjá þýska félaginu Bayern München eftir erfið meiðsli en hún greindi frá þessu á Instagram í dag.

Cecilía meiddist á æfingu með Bayern í ágúst á síðasta ári en hnéskelin fór í og úr lið.

   28.08.2023 21:30
Cecilía missir af stórum hluta tímabilsins - „Sagði við Gló að það væri eitthvað mikið að"


Endurhæfingaferlið hefur verið langt og strangt en í dag sneri hún aftur til æfinga hjá Bayern.

„Loksins komin aftur á völlinn með liðinu. Gæti ekki verið ánægðari,“ skrifaði Cecilía undir tvær myndir sem hún birti á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir bæði Cecilíu og íslenska landsliðsins, sem á tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins í lok mánaðarins og byrjun júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner