Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Íslandsmeistarar mæta bikarmeisturum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þrír leikir fara fram í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld en þar mætast Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Víkings á Hlíðarenda.

Liðin áttust við í meistarar meistaranna í síðasta mánuði þar sem Víkingur vann eftir vítakeppni í skemmtilegum leik.

Valskonur hafa unnið báða deildarleiki sína á meðan Víkingur hefur unnið einn og gert eitt jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram á N1-vellinum á Hlíðarenda.

Þór/KA spilar við Þrótt R í Boganum á sama tíma áður en nýliðar Fylkis mæta Keflavík.

Leikir dagsins:

Besta-deild kvenna
18:00 Þór/KA-Þróttur R. (Boginn)
18:00 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Keflavík (Würth völlurinn)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 5 0 0 16 - 1 +15 15
2.    Valur 5 5 0 0 17 - 6 +11 15
3.    Þór/KA 5 4 0 1 13 - 5 +8 12
4.    Víkingur R. 5 2 1 2 8 - 12 -4 7
5.    Tindastóll 5 2 0 3 6 - 7 -1 6
6.    Stjarnan 5 2 0 3 9 - 14 -5 6
7.    FH 5 2 0 3 5 - 11 -6 6
8.    Fylkir 5 1 2 2 7 - 10 -3 5
9.    Þróttur R. 5 0 1 4 3 - 7 -4 1
10.    Keflavík 5 0 0 5 5 - 16 -11 0
Athugasemdir
banner
banner
banner