Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Verður þetta spennandi einvígi?
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kylian Mbappe er á sínu síðasta tímabili með PSG.
Kylian Mbappe er á sínu síðasta tímabili með PSG.
Mynd: EPA
Í gær mættust Bayern München og Real Madrid í frábærum leik. Seinna undanúrslitaeinvígið í Meistaradeildinni hefst svo í kvöld. Leikurinn fer af stað klukkan 19:00.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

Dortmund 1 - 3 PSG
Dortmund kemst yfir snemma leiks en PSG setur í fluggírinn í seinni. Marquinhos skorar með skalla áður en Mbappe setur tvö.

Viktor Unnar Illugason

Dortmund 1 - 2 PSG
Þessi leikur verður ekki spennandi. PSG kemst í 2-0 og Dortmund nær að minnka muninn þegar sirka tíu mínútur eru eftir.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Dortmund 2 - 2 PSG
Þetta verður bráðskemmtilegur leikur sem endar með jafntefli. Einvígið verður áfram eitthvað smá spennandi fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Sabitzer gerir bæði mörkin fyrir Dortmund en Mbappe og Barcola verða á skotskónum fyrir PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner