Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 02. maí 2024 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
,,John vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA vann 2-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þórs/KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  1 Þróttur R.

„Við byrjum mjög illa og þær voru algjörlega með okkur í tíu mínútur. Það sem ég er ánægður með er hvernig liðið vann sig inn í leikinn. Það er það sem við erum alltaf að stefna að, ná leikstjórn inn á vellinum, að stelpurnar leysi vandamál sem koma upp og að þurfa ekki að koma aftur að hliðarlínunni," sagði Jóhann Kristinn.

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk liðsins og hefur því skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum.

„Það er ákveðin stöðugleiki í markaskorun hjá Söndru, hvort þetta haldi svona áfram, ég veit það ekki. Það er gott að þetta sé hún því hún hefur breitt bak til að standast pressu, komandi inn í fjórða leikinn hafandi skorað sjö mörk nú þegar. Hún setur alla pressu á sig sjálf og finnur ekkert mikið fyrir þessu. Þetta er galin tölfræði, ég veit það," sagði Jóhann.

Þór/KA heimsækir Víking í næstu umferð sem steinlá gegn Val í kvöld.

„Mér sýnist þær koma ansi særðar til leiks miðað við úrslit þeirra í dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel, ég veit það að John (Andrews) vinur minn eigi eftir að kokka upp einhverja baneitraða naglasúpu áður en við komum í Víkina þannig við þurfum að vera á tánum," sagði Jóhann.


Athugasemdir
banner