Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Gæti Conte tekið við Chelsea á nýjan leik?
Conte sem stjóri Chelsea árið 2018.
Conte sem stjóri Chelsea árið 2018.
Mynd: Getty Images
La Repubblica segir að í umræðunni sé að Antonio Conte gæti tekið atur við Chelsea. Hann stýrði liðinu 2016-2018 og vann ensku úrvalsdeildina og FA--bikarinn.

Þessi fyrrum stjóri Juventus og Inter hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Tottenham í mars í fyrra.

Hann er þekktur fyrir að vera gríðarlega kröfuharður við yfirmenn sína þegar kemur að fjármagni til leikmannakaupa. Hann hefur verið orðaður við Napoli, Juventus og Milan en talið er að Chelsea sé eina félagið af þessum sem geti staðið við kröfur hans.

Vangaveltur eru uppi um hvort Bayern München gæti mögulega blandast í baráttuna um þjónustu hans.

Conte er ekki þekktur sem stjóri sem geti byggt upp langtímamarkmið en er fljótur að hafa strax mikil og jákvæð áhrif þegar hann tekur við.

Mauricio Pochettino er núverandi stjóri Chelsea en liðið situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner