Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 11. desember 2020 14:25
Elvar Geir Magnússon
Sögur um að Guðlaugur Victor íhugi að spila á Íslandi
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sögusagnir hafa verið í gangi um að landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson gæti verið á heimleið og spili mögulega í Pepsi Max-deildinni á næsta ári.

Sagt er að hann gæti snúið heim til Íslands af persónulegum ástæðum en þessi 29 ára leikmaður er lykilmaður hjá þýska B-deildarliðinu Darmstad.

Guðlaugur Victor er miðumaður sem hefur stimplað sig vel inn í landslið Íslands þar sem hann spilar oftast sem hægri bakvörður.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football talaði Kristján Óli Sigurðsson um að KR væri að leiða baráttu við Val um að fá leikmanninn.

Þegar Fótbolti.net bar þessar sögur undir Guðlaug Victor í vikunni sagði hann að ekkert væri til í því að hann væri á heimleið.
Athugasemdir
banner
banner
banner